Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 165
164
sjálfsmynd einstaklinga í sértrúarhópum og félagslega stöðu hópsins, sem
og flókið samspil þar á milli. Wright bendir m.a. á að ef baráttusamtök
gegn meintum strangtrúarhópum nái að virkja opinbera embættismenn
og jafnvel stjórnvöld gegn þeim, megi búast við alvarlegri togstreitu sem
geti leitt til átaka. Wright telur ástæðurnar fyrir því að ekki hafa orðið
alvarlegri árekstrar milli trúarhópa og ríkisvaldsins en raun ber vitni þær
að nýtrúarhreyfingar hafa í auknum mæli tekið að starfa með milliliðum.
Þeir draga yfirleitt upp allt aðra mynd af nýtrúarhreyfingum en baráttu-
samtök gegn meintum strangtrúarhópum gera. Þeir reyna að setja sig í
spor hópsins, m.a. í þeim tilgangi að draga úr einangrunartilfinningu hans
og gera hópnum kleift að lagast betur að ríkjandi fjölmenningu.
Það er einmitt á þessum forsendum sem einskorða má gagnrýni Bjarna
Randvers á helstu forsprakka Vantrúar. Hann telur að átakamiðuð orðræð-
an sem þeir gangast svo gjarnan inn á leiði ekki til lausnar, hún dýpki
fremur trúarágreining á Íslandi en mildi. En um leið greinir hann í orðum
þeirra viðbrögð við utanaðkomandi gagnrýni. Í þeim tilgangi birti Bjarni í
kennslu sinni glæru með blaðagrein Vésteins Valgarðssonar vantrúarfélaga
í heild sinni, en hún ber nafnið „Trúleysingjar eru líka fólk“. Þar kvartar
Vésteinn undan því að Karl Sigurbjörnsson biskup hafi líkt trúleysingj-
um við siðleysingja, sagt lífsviðhorf þeirra „„mannskemmandi og sálar-
deyðandi“ og að þau „ógni mannlegu samfélagi““.84 Bjarni var kærður til
siðanefndar af Vantrú fyrir að birta þessa glæru, en vantrúarfélagar töldu
hann vera að hæðast að sér með því að taka grein Vésteins til umfjöllunar.
Apocalypse Observed. Religious Movements and Violence in North America, Europe and
Japan, London: Routledge, 2000; og McGuire, Religion. The Social Context, bls.
95–130, 175–245. Þessar bækur gera góða grein fyrir átökum milli nýtrúarhreyfinga
og ríkisvalds. Bók Johns A. Saliba lýsir því hvernig fjallað er um nýtrúarhreyfingar
í sálfræði, félagsfræði, lögfræði og guðfræði og gerir grein fyrir þeim átökum sem
setja mark sitt á félagslega stöðu hreyfinganna og hvernig þær eru greindar út frá
mismunandi sjónarhólum fræðanna. Þótt Saliba sé jesúítaprófessor og helsti sér-
fræðingur rómversk-kaþólsku kirkjunnar á sviði nýtrúarhreyfinga, talar hann fyrst
og fremst fyrir félagsfræðilegri greiningu á viðfangsefninu. Hér má jafnframt vísa
í kaflana „official and Nonofficial Religion“, „Religion, Social Cohesion and Con-
flict“ og „The Impact of Religion on Social Change“ hjá McGuire.
84 Vésteinn Valgarðsson, „Trúleysingjar eru líka fólk“, Fréttablaðið, 14. desember
2007, bls. 40. Í glærusafni Bjarna Randvers frá 2009 er þetta glæra 22 í fjórða hluta
„Frjálslyndu fjölskyldunnar“. Ég ræði fræðilegt samhengi glærunnar nánar í grein
minni „„Britney fokkíng Spears“. Kærur Vantrúar og innihaldsgreining í hugvís-
indum“, en hún birtist í Ritröð guðfræðistofnunar 2/2014.
GuðNi ElíssoN