Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 356
355
netinu“.73 Erum við vitni að niðurbroti framleiðslumiðaðra miðla, hægfara
hrörnun „fjölmiðlunar“? Eða er þá verið að vanmeta áhuga miðlunarfyr-
irtækja dagsins í dag, til að mynda Google, á því að viðhalda góðu miðla-
umhverfi sem leitarvélar þess geta þrætt sig eftir?74
Færa má rök fyrir því að leiðandi aðilar á miðlunarmarkaðnum í dag
séu ekki þáttagerðarfólk, fréttastofur eða kvikmyndafyrirtæki heldur
Google (þar með talið YouTube sem er í eigu þess fyrirtækis), Facebook og
Apple. Þessi fyrirtæki búa til og selja búnað, verkvanga og leitarvélar sem
miðlunin reiðir sig á sem snertifleti: Það eru þessir aðilar sem tengja mis-
munandi strauma miðlanotkunar í nýtilegar „heildir“. Eins og Tarleton
Gillespie segir er „verkvangur“ (e. platform) mikið notað hugtak í þessari
atvinnugrein til þess að ná utan um slíka getu til að tengja hluti saman:
Leitin að nýjum verkvöngum er linnulaus og sem ég skrifa þetta sumarið
2011 bíð ég þannig eftir því að sjá hvort yfirtaka Microsoft á Skype fyrir
8,5 milljarða Bandaríkjadala geti hjálpað fyrirtækinu að komast inn fyrir
musterisdyr hinna ráðandi aðila í miðlunargeiranum.75 Slíkar umbreyt-
ingar gerast á tveimur stigum. Í fyrsta lagi er það stig þess sem er miðlað
milli verkvanga og þeirra breytinga sem verða á því hvar neysla á tiltekn-
um tegundum efnis fer venjulega fram: „Premium VoD“ (pöntunarsjón-
varp), fyrirhuguð þjónusta ráðandi kvikmyndaframleiðenda (Warner Bros,
73 Í þessari röð, Lev Manovich, „The Practice of Everyday (Media) Life“, Video Vortex
Reader: Responses to Youtube, ritstj. Geert Lovink og Sabine Niederer, Amsterdam:
Institute of Network Cultures, 2008, bls. 33–43, hér bls. 53, og P. David Marshall,
„New Media, New Self: the Changing Power of Celebrity“, The Celebrity Culture
Reader, ritstj. P. David Marshall, London: Routledge, 2006, bls. 50.
74 Um „fjölmiðla“ [e. mass media]: Lev Manovich, „The Practice of Everyday (Media)
Life“, bls. 53, P. David Marshall, „New Media, New Self: the Changing Power
of Celebrity“, bls. 50, Denis McQuail, McQuail’s Mass Communication Theory, 5.
útgáfa, London: Sage, 2005, bls.139. Um Google: David Carr, „The Evolving
Mission of Google“, New York Times, 21. mars 2011, viðskiptasíðurnar bls. 1 og
6. Athugasemdir forstjóra Google Eric Schmidt í kjölfar MacTaggart-fyrirlestr-
ar hans á sjónvarpshátíðinni í Edinborg, ágúst 2011, eins og vísað er til þeirra í
Jemima Kiss, „Google Crashes TV’s [Edinburgh] Party“, Guardian, 29. ágúst 2011,
fjölmiðlasíðurnar.
75 Um Apple og Google: Peter Kirwan, „Apple v. Google: The New Frontier“, Gu-
ardian, 9. ágúst 2010, fjölmiðlasíðurnar. Eric Schmidt forstjóri Google hefur talað
um hin nýju „fjögur fræknu“ (Google, Apple, Amazon, Facebook), vísun frá Rich-
ard Waters, Andrew Edgecliffe-Johnson og Joseph Menn, „The Crowded Cloud“,
Financial Times, 4. júní 2011. Um markvissa notkun hugtaksins „verkvangur“ [e.
platform]: Tarleton L. Gillespie, „The Politics of Platform“, New Media & Society
3/2010, bls. 347–364. Um Microsoft og Skype: Charles Arthur, „Microsoft Makes
Grab for Phones Bid to Catch up with Google“, Guardian, 11. maí 2011.
MIðLUN Í LJÓSI FÉLAGSFRÆðINNAR