Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 34
33
litu dagsins ljós sem áttu í beinu orsakasamhengi við tækniframfarir tíma-
bilsins og bjuggu yfir áður óþekktum eftirlíkingarmætti.56 Ljósmyndin og
kvikmyndin eru augljósustu dæmin hér og gagnlegt er að vísa í táknfræði-
legar kenningar Charles Sanders Peirce um vísinn (e. index) til að útskýra
áhrifamátt þessarar nýju tækni og tilvistarlegan strenginn sem tengir fyr-
irmynd og eftirlíkingu (ljósið endurkastast af viðfanginu og skilur eftir sig
„raunveruleg“ ummerki í silfurupplausn filmunnar).57 Á sama tíma tóku
aðferðir og tjáning innan annarra listmiðla stórstígum breytingum og má
þar reyndar ímynda sér að tilkoma ljósmyndarinnar og kvikmynda hafi
skipt nokkru máli, ekki síst fyrir myndlistina. Dreifing listafurða umbreytt-
ist einnig í krafti bættra samgangna og möguleika á fjöldaframleiðslu.58
Samanburður á ímyndum og tungumáli og greining á virkni þessara ólíku
tjáningarkerfa, nokkuð sem Lessing leggur megináherslu á, reyndist jafn-
framt einn mikilvægasti flöturinn í menningarlegri- og fræðilegri umræðu
um merkingu og samfélagslega þýðingu þessara nýju miðla á nýrri öld.59
56 Siegfried Kracauer, „Photography“, The Mass Ornament: Weimar Essays, ritstj. og
þýð. Thomas Y. Levin, Cambridge og London: Harvard University Press, bls.
47–65.
57 C.S. Peirce, „on the Nature of Signs“, Peirce on Signs. Ritstj. J. Hoopes, Capel
Hill og London: The University of North Carolina Press, 1991, bls. 141–144. Um
vísinn er einnig fjallað í W.J.T. Mitchell, „Myndir og mál. Nelson Goodman og
málfræði mismunarins“, þýð. Steinunn Haraldsdóttir, Ritið 1/2005, bls. 165–192,
hér bls. 174–178.
58 Gagnlega en almenna umfjöllun um tækniþróun nítjándu aldar má finna í Daniel R.
Headrick, Technology: A World History, oxford: oxford University Press, 2009, bls.
91–130. Sértækara er rit David Morley, Media, Modernity and Technology. Geography
of the New, New York og London: Routledge, 2007. Þó rit Morleys sé sértækt í
samanburði við rit Headricks felst kostur þess fyrrnefnda í samanburði við mörg
önnur rit um uppgang nútímans og hlut tækniþróunar í áherslunni á hlut fjölmiðla
í þessari þróun og landfræðilega vítt sjónarhorn.
59 Georg Simmel, „The Metropolis and Mental Life,“ The Blackwell City Reader,
ritstj. Gary Bridge og Sophie Watson, London: Blackwell, 2002, bls. 11–20; Walter
Benjamin, „Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar“, þýð. Árni Óskarsson og
örnólfur Thorsson, Fagurfræði og miðlun, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 549–587;
Theodor Adorno og Max Horkheimer, Dialectic of Enlightenment. Philosophical
Fragments, þýð. Edmund Jephcott, Stanford: Stanford University Press, 2002; Paul
Virilio, The Vision Machine, þýð. Julie Rose, London, Bloomington og Indianapolis:
Indiana University Press og BFI Publishing, 1994; Friedrich Kittler, Gramophone,
Film, Typewriter, þýð. Winthrop–Young og M. Wutz, Stanford: Stanford University
Press, 1999.
FRÁSöGN EðA FoRMGERð?