Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 347
346
NiCk CouldRy
aðgreinanlegar afurðir gerðar til hægðarauka fyrir fjölda lesenda, og að
til varð dreifingarkerfi (bókamarkaðurinn) þar sem „lesendur á ýmsum
stöðum gátu skoðað sömu myndirnar, kortin og skýringarmyndirnar sam-
tímis.“42 Afleiðingin var stórkostleg fjölgun texta og sautjándu aldar fræði-
maður gat þannig lesið fleiri bækur á nokkrum mánuðum – þó að hann
færi ekki úr skrifstofunni – en fyrri tíma fræðimenn hefðu séð á ævilöngu
ferðalagi. Fleiri afleiðingar fylgdu í kjölfarið: Hin mikla geta til skrásetn-
ingar og gagnasöfnunar sem prentmálinu fylgdi og nýjar hugmyndir um
einstaklinginn sem höfund í stað sameiginlegs höfundarverks.43 Þetta var
vissulega bylting í því hvernig samskipti urðu hluti af félagslegu skipulagi
og grunnforsenda hennar var prenttæknin, en hún tók langan tíma. Eins
og tveir aðrir sagnfræðingar prentmálsins, Febvre og Martin, benda á,
flökkuðu fyrstu prentararnir milli staða og báru tæki sín á herðum sér:
Afleiðingin var að prenttæknin dreifðist ótrúlega hægt (frá okkar bæjar-
dyrum séð) um Vestur-Evrópu „á 300 ára tímabili“.44
Miðlunar- og upplýsingabylting dagsins í dag á vissulega sína efasemd-
armenn,45 en hún er álíka áhrifarík og prentbyltingin enda þótt hún sé
mun hraðskreiðari. Hún hefur átt sér stað á minna en tveimur áratugum,
virt fá landfræðileg mörk og lagt undir sig mikilvægar fyrri tilfærslur í inn-
viðum miðlunar (gervihnattasjónvarp og kapalsjónvarp). Í Írak var það enn
eðlilegur hluti af ritskoðun hins opinbera snemma á tíunda áratugnum að
gera eigendum ritvéla skylt að skrá þær hjá yfirvöldum. Sjónvarpsstöðvar
voru fáar og undir miklum áhrifum frá ríkinu. Árið 2009 voru 470 arab-
ískar gervihnattarásir aðgengilegar í Arabaheiminum46 og nýtilkomin
útbreiðsla netvæddra farsíma hefur gert hinu opinbera enn erfiðara fyrir að
stunda ritskoðun. Internetið hefur leitt til breytinga í framleiðslu upplýs-
42 Elizabeth Eisenstein, The Printing Revolution in Early Modern Europe, Cambridge:
Cambridge University Press, 1983, bls. 22, skáletrun mín.
43 Elizabeth Eisenstein, The Printing Revolution in Early Modern Europe, bls. 44, 71,
78 og 85. Meiri „varðveislu“-geta var einnig í grundvallaratriðum afleiðing af því
að ritmálið varð til. Jack Goody, The Domestication of the Savage Mind, Cambridge:
Cambridge University Press, 1976.
44 Lucian Febvre og Henri-Jean Martin, The Coming of the Book, London: Verso, 1990
[1958], bls. 170.
45 Brian Winston, Media Technology and Society, London: Routledge, 1998, bls. 2.
46 Mohammed El-Nawawy og Adel Iskendar, Al-Jazeera, Boulder, Co: Westview
Press, 2002, bls. 68, fjalla um Írak á tíunda áratug tuttugustu aldar. Um Arabaheim
samtímans sjá Marwan M. Kraidy og Joe F. Khalil, Arab Television Industries, Lond-
on: Palgrave/BFI, 2009, bls. 31.