Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 62
61
skilmerkilega í bókmenntatextum, hefur það sem kalla mætti myndfléttu-
vandamálið dregið úr sannfæringarmætti slíkra túlkana. Þannig er málum
háttað að Verkfall (Statsjka), fyrsta kvikmynd myndfléttumeistarans sovéska
Eisensteins, sem er kannski sá kvikmyndagerðarmaður sem oftast fær að
fljóta með í almennri umfjöllun um módernisma, var ekki frumsýnd fyrr
en árið 1925, eða þremur árum eftir útgáfu Ulysses og „The Waste Land“,
sem stundum eru talin hafa verið rituð undir áhrifum myndfléttu.11
Myndfléttuvandamálið hefur þó alls ekki leitt til þess að áhrif kvik-
mynda á módernismann hafi verið afskrifuð. Í The Tenth Muse rekur Laura
Marcus margvísleg innbyrðis tengsl bókmennta og kvikmynda á tíma-
bilinu, og færir rök fyrir því að þá hafi bókmenntir verið undir óvenju
sterkum áhrifum frá tækni samtímans – ekki síst kvikmyndatækninni.12
Rithöfundar heilluðust af hreyfingu og hraða kvikmyndarinnar, marg-
víslegri ásýnd og áferð ímynda hennar, afmörkun og útþenslu nærmynda
og fjölbreyttu púsluspili klippingarinnar, nútímalegu vélavirkinu jafnt
sem ljóðrænni endursköpun raunveruleikans. Módernistar gátu því vel
verið undir fjölbreyttum (og mótsagnakenndum) áhrifum frá kvikmynda-
tækninni sjálfri enda þótt þeir hafi ekki líkt eftir tilteknum kvikmyndum
í sköpun sinni. Andrew Shail hefur síðan nýverið skoðað samband kvik-
myndamiðilsins og módernisma í bókmenntum á enn almennari nótum:
„Það takmarkar rannsóknina ranglega að spyrja hvort módernisminn hafi
einkum líkt eftir eða spyrnt við kvikmyndinni. Kvikmyndin kemur ekki til
sögunnar sem listrænt form heldur sem miðill nýrra leiða til að skilja [...]
þýðingin vel til fundin). Sem dæmi um rit sem skoðar áhrif kvikmyndamiðilsins á
bókmenntir mætti nefna David Seed, Cinematic Fictions: The Impact of the Cinema on
the American Novel up to the Second World War, Liverpool: University of Liverpool
Press, 2009. Almennt um tengsl módernisma í kvikmyndum og bókmenntum sjá
áhrifaríka rannsókn P. Adams Sitney, Modernist Montage: The Obscurity of Vision in
Cinema and Literature, New York: Columbia University Press, 1990.
11 Sjá til að mynda umfjöllun Colin MacCabes í „on Impurity: The Dialectics of
Cinema and Literature“, Literature and Visual Technologies: Writing after Cinema,
ritstj. Julian Murphet og Lydia Rainford, New York: Palgrave Macmillan, 2003,
bls. 15–28. Þótt þeir Joyce og Eisenstein hafi hist í París árið 1929 er fátt sem
bendir til að Joyce hafi séð myndir leikstjórans. Sjá David Trotter, Cinema and
Modernism, oxford: Blackwell Publishing, 2007, bls. 87. Þá er rétt að hafa í huga
að myndfléttukenningar Eistensteins eiga rætur að rekja til starfs hans í leikhúsi
áður en hann söðlaði um og gerðist kvikmyndagerðarmaður. Sjá David Bordwell,
The Cinema of Eisenstein, New York og London: Routledge, 2005, bls. 120–23.
12 Laura Marcus, The Tenth Muse: Writing About Cinema in the Modernist Period, ox-
ford: oxford University Press, 2010, bls. 20–21.
FRÁ FRAMÚRSTEFNU TIL HÁTÍðARMYNDA