Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 175
174
er hann með „gríðarlega fordóma gegn okkur“.105 Bjarni hefur þó sjálfur,
ólíkt félagsmönnum Vantrúar, passað „sig á að segja ekkert skemmtilegt
í öllu ferli málsins“ eins og Birgir Baldursson viðurkennir og Matthías
Ásgeirsson hefur játað líka.106 En það hefur Bjarni alltaf gert, líka árin áður
en Vantrú lagði fram kærur sínar. Slíkt ætti jafnframt að vera vísbending
um að vantrúarfélagarnir sem mest höfðu sig í frammi hafi hugsanlega
misskilið glærurnar og að Bjarni hafi – ólíkt þeim – raunverulegan áhuga á
málefnalegri umræðu um trúarlíf á Íslandi.
Í fjórða lagi er hættan við leiftursókn af því tagi sem Vantrú hratt af stað
snemma árs 2010 gegn Bjarna Randveri ekki síst sú að erfitt er að vinda ofan
af vitleysunni ef á daginn kemur að gagnrýnin er byggð á misskilningi. Hér
sátu þeir vantrúarfélagar sem ábyrgðina báru uppi með grimmilega og lang-
varandi háðsgjörninga sem byggðir voru á þekkingarleysi, en enginn þeirra
sem gagnrýndu Bjarna spurði spurninga um akademískar forsendur kennsl-
unnar. og það er erfitt að þurfa að horfast í augu við að hafa mánuðum
saman haft saklausan mann fyrir rangri sök allt vegna þess að menn trössuðu
að lesa heima. Hópurinn sem mest hafði sig í frammi herti því aðeins sókn-
ina eftir að skýringar Bjarna voru lagðar fram og fylltist enn dýpri vissu um
að Bjarni væri svarinn andstæðingur íslenskra trúleysingja.107
105 Matthías Ásgeirsson, „Í skrifstofu á þriðju hæð“, athugasemd frá kl. 20.04, Örvitinn
20. janúar 2011: http://www.orvitinn.com/2011/01/20/19.45/ [sótt 14. maí 2014].
106 Sjá áðurnefnda athugasemd Birgis Baldurssonar (kl. 20.33, 9. september 2012) við
bloggfærslu Hörpu Hreinsdóttur „Vantrú kærir Bjarna Randver í fimmta sinn“ frá
1. september 2012. Matthías segir jafnframt: „Bjarni hefur vissulega ekki notað
gróft orðfæri um mig“. Hann réttlætir þó gagnrýni sína með því að vísa í glærurnar
sem Bjarni notaði í kennslunni: „Afsakið, en orð mín um Bjarna Randver, sögð í
trúnaði á lokuðum spjallvettvangi, komast ekki nálægt því að vera jafn gróf og þau
ummæli sem hann hefur haft um mig – beint og óbeint.“ Sjá spjallþráðinn „Bergur
Ísleifsson“ á ytra spjalli Vantrúar. Athugasemd Matthíasar er að finna kl. 12:09, 11.
október 2012: http://www.vantru.is/spjall/viewtopic.php?f =17&t=15200 [sótt 1.
nóvember 2012].
107 Viðbrögð sem þessi hafa verið kortlögð af ýmsum sálfræðingum í gegnum tíð-
ina. Hér má nefna klassískt rit Leons Festinger, Henry W. Riecken og Stanley
Schachter, When Prophecy Fails. A Social and Psychological Study of a Modern Group
that Predicted the Destruction of the World, New York: Harper Torchbooks, 1964
[1956], bls. 25–30 og 228; og bók Leons Festinger A Theory of Cognitive Disson-
ance, Standford: Standford University Press, 1957. Sjá einnig: Ruth Thibodeau og
Elliot Aronson, „Taking a Closer Look: Reassering the Role of the Self-Concept
in Dissoncance Theory“, Personality and Social Psychology Bulletin 18/1992, bls.
591–602; og Amy Mezulis, Lyn Y. Abramson, Janet S. Hyde og Benjamin L.
Hankin, „Is There a Universal Positivity Bias in Attributions? A Meta-Analytic
Review of Individual, Developmental, and Cultural Differences in the Self-Serving
Attributional Bias“, Psychological Bulletin 130/2004, bls. 711–747.
GuðNi ElíssoN