Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 306
305
inleikar sem sýnilegir eru í leikjum sem annars eru jafn ólíkir og Kuma/
War, 911 Survivor og JFK Reloaded séu skýr merki um framkomu heim-
ildarleikjahefðarinnar. Vert er að ítreka að greinin felur í sér margskonar
spilunarmöguleika sem gefur til kynna að leikreynslan sjálf sé ekki alltaf
ráðandi einkenni.
Utan fræðasamfélagsins er auðvelt að finna staði, svæði, samskipta-
svið og samfélög þar sem umræður um greinahugtakið eru kraftmiklar
og lifandi, og þótt hugtakinu sé stundum beitt á kæruleysislegan hátt er
ljóst að hin stöðuga samræða hefur aukið virkni hugtaksins innan hug-
myndasamhengis tölvuleikja. Í verslunum er greinum reyndar oft skipt út
fyrir leikjakerfi þegar kemur að því að skipuleggja og raða í hillur.34 og
ef við gaumgæfum frágang og pakkningu einstakra leikja verður maður
þess fljótt áskynja að greinategundar er sjaldan getið. Á hinn bóginn er
greinahugtakið sprelllifandi meðal blaðamanna sem sérhæfa sig í tækni-
málum og sama á við um aðdáendasamfélög, þar er notkun á greinahug-
takinu oft býsna margslungin og flókin. Ef litið er á vefsíður sem gefa
tölvuleikjum dóma og tölvutímarit má sjá umtalsverða samleitni þegar að
greinaskilgreiningum kemur. Hasar, ævintýri, slagsmálaleikir, fyrstu pers-
ónu skotleikir, flóttaleikir, stóreflisfjölspilaraleikir, tónlistar og dansleikir,
partíleikir, pallaleikir, púsl- og gátuleikir, kappakstursleikir, hlutverkaleik-
ir, hermilíki, íþróttaleikir og kænskuleikir eru allt algengir leikjaflokkar.35
Eins og við er að búast vill oft miklu muna hvað fágun og dýpt varðar
þegar að hugtakabeitingunni kemur. Moby Games er vefsíða fyrir áhuga-
fólk um sögu tölvuleikja og þá sem vilja varðveita ummerki um tíðaranda
liðinna leikjaskeiða. Vefsíðan er jafnframt athyglisverð fyrir það hversu
skipulega hún nálgast greinahugtakið og leiðir notendur með þægilegum
hætti í gegnum frumskóg greinanna. Listi birtist strax yfir grunn- eða
megingreinar sem notast má við í sumum tilvikum og svo er margfalt
lengri og nákvæmari listi settur fram þar sem sértæk greinarheiti eru listuð
ásamt atriðum sem mótandi áhrif hafa á merkingu leiksins sem og mik-
ilvæga þematíska þætti.36
34 [Þýð.: Ólík leikjakerfi væru í þessu samhengi t.d. PlayStation 3 frá Sony og Xbox
frá Microsoft, svo aðeins tvö dæmi séu nefnd].
35 [Þýð.: Gagnlegt getur verið að hafa ensku greinahugtökin til hliðsjónar. Þetta er
listinn í sömu röð og hann birtist hér að ofan: „Action, Adventure, Fighting, First-
person Shooters, Flight, Massively Multiplayer, Music/Rhythm, Party, Platformer,
Puzzle, Racing/Driving, RPG, Simulation, Sports og Strategy.“]
36 [Þýð.: Hér er Moby Games vefsíðuna að finna: http://www.mobygames.com/.]
HVAð EINKENNIR TöLVULEIKJAGREINAR?