Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 361
360
á dag.87 Hentugleikinn sem fylgdi samleitni eldri neysluvenja miðlunar
– það hvernig fólk gat gefið sér að aðrir væru að gera að mestu það sama
þegar það kveikti á sjónvarpinu eða útvarpinu (og hvernig framleiðendur
gátu gefið sér samskonar hluti) – er ekki lengur fyrir hendi, eða að minnsta
kosti ekki með þeim einfalda hætti og áður var. Hvað þykir hentugt verður
að skilja með tilliti til breytts skipulags vinnu, fjölskyldu og frítíma. Ný
venjukerfi eru að myndast og hafa aðeins verið kortlögð að hluta. Við byrj-
um því á að skoða málið út frá sundurleitri notkun fólks á miðlun: Að setja
fjölskyldumyndir á Facebook, að horfa á gamla mynd á kvikmyndastöð eða
að kynna sér veðrið hinum megin á hnettinum.
Nokkrir ákvarðandi straumar hafa myndast og má þar nefna minnkandi
lestur prentaðra dagblaða, sérstaklega meðal ungra neytenda í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Ég kem fljótlega að efnahagslegu samhengi þessa en takið
eftir að finna má lönd, til dæmis í Skandinavíu, þar sem neysla ungs fólks
á dagblöðum er enn mjög mikil, og hugsanlegt er að fríblöð sem er dreift
í almenningssamgöngukerfinu reynist vera traustur grunnur prentmiðla af
einhverju tagi.88 Málið flækist jafnvel meira þegar kemur að annarri miðl-
un. Hnignun fréttamiðlunar á helstu sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum
þykir nú blasa við en er, líkt og Amanda Lotz bendir á, varla meira en upp-
hafið á hægfara „dauða fréttatímans“, ekki dauða fréttastöðvanna sjálfra.
87 Um tíma með gnótt upplýsinga: John Ellis, Seeing Things, London: IB Tauris, 2000.
Um fréttaneyslu í vinnunni: Pablo J. Boczkowski, News at Work: Imitation in an Age
of Information Abundance, Chicago: Chicago University Press, 2010, 5. kafli.
88 Um minnkandi lestur dagblaða: Terhi Rantanen, When News Was New, bls. 115,
og Paul Starr, „Goodbye to the Age of Newspapers (Hello to a New Era of
Corruption)“, The New Republic, 4. mars 2009, http://www.newrepublic.com/
article/goodbye-the-age-newspapers-hello-new-era-corruption, sótt 19. júlí 2011
[Þýð.: Uppfærði úreltan tengil.] Samt sem áður lesa 65% Finna á aldrinum 15-29
ára dagblöð en aðeins 24% Bandaríkjamanna: World Association of Newspapers,
Youth Media DNA: Decoding the Media and News Consumption of Finnish Youth 15-29,
2008, www.hssaatio.fi/en/images/stories/files/Final_YouthMediaDNAReport_oc-
tober19.pdf, sótt 23. júní 2011 [Þýð.: Tengill er úreltur.] og lestur dagblaða hjá
sænskum ungmennum stendur sterkum fótum: Annika Bergström og Ingela Wad-
bring, „The Contribution of Free Dailies and News on the Web: Is Readership
Strictly Decreasing among Young People?“, grein framsett á ráðstefnunni Nordic
Media in Theory and Practice, UCL, 7.–8. nóvember 2008, http://reutersinstitute.
politics.ox.ac.uk/fileadmin/documents/nordic_media_papers/Bergstrom_Wad-
bring.pdf, sótt 23. júní 2011 [Þýð.: Tengill er úreltur.] Um fríblöð: Will Straw,
„Hawkers and Public Space: Free Commuter Newspapers in Canada“, How
Canadians Communicate III, ritstj. Bart Beaty, Derek Briton, Gloria Filax, Rebecca
Sullivan, Athabasca: Athabasca University Press, 2010, bls. 79–93.
NiCk CouldRy