Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 335
334
NiCk CouldRy
hlutfallslegs „kerfisleika“ sem koma fram í stærra samhengi margra ann-
arra ferla og tengsla sem teygja sig yfir eða hundsa landamæri.5 Félagslegar
afleiðingar miðlunar verður því að skoða í samhengi samfélagsins og
heimsins.
[Hér á eftir eru]6 kenningar félagsfræðinnar notaðar til þess að hugsa
um hversdagslega reynslu af miðlun snemma á tuttugustu og fyrstu öld-
inni. Slík reynsla er óumflýjanlega undir áhrifum frá fjölmiðlarisum, og
saga þeirra hefur verið mjög mikilvæg sameiginlegum heimum nútímans,
en hún er ekki takmörkuð við þá. Raunar er hugsanlegt að síaukin tengsl
á milli maður-á-mann miðlunar og þess sem áður var kallað „fjöl“miðlun
[e. mass media] sé djúptækasta breytingin sem á sér stað um þessar mundir.
Á bak við þessa róttæku breytingu liggur jafnvel enn stærri umbreyting á
athöfnum manna. Ef öll miðlun er „rými fyrir athafnir“ sem „leitast við
að … tengja aðskilda hluti“ (Siegfried Zielinski), þá víkkar internetið út
þann eiginleika. Fyrir tilstuðlan internetsins tengjast öll svæði á hnettinum
og þannig skapast, í fyrsta skipti í sögunni, tilfinning fyrir heiminum sem
„einu samfélagslegu og menningarlegu sviði“.7
Hugtakið miðlun er margrætt. „Miðlun“ vísar til stofnana og kerfa sem
búa til og dreifa ákveðnu efni á formum sem eru að stærstum hluta þekkt
og bera með sér samhengi sitt en „miðlun“ er líka efnið sjálft.8 Á hvorn
5 Anthony Giddens, The Constitution of Society, Cambridge: Polity, 1984, bls. 164.
Einnig má benda á Michael Mann, The Sources of Social Power, 1. bindi, Cambridge:
Cambridge University Press, 1986, bls. 1; Ulrich Beck, „The Cosmopolitan Per-
spective: Sociology og the Second Age of Modernity“, British Journal of Sociology
1/2000, bls. 79–105; John Urry, Sociology Beyond Societies, London: Sage, 2000; Alain
Touraine, „Sociology after Sociology“, European Journal of Social Theory 2/2007,
bls. 184–193.
6 [Þýð.: Á nokkrum stöðum í textanum vísar Couldry til bókarinnar, eða tiltekins
kafla hennar og hafa þeir hlutar verið felldir út og aðlagaðir svo þeir virki í því
samhengi sem textinn birtist hér.]
7 Siegfried Zielinski, Deep Time of the Media, Cambridge, MA: MIT Press, 2006, bls.
7. John Tomlinson, Globalization and Culture, Cambridge: Polity, 1999, bls. 9.
8 [Þýð.: Íslenska orðið „miðlun“ býr ekki yfir sömu skírskotunum og hugtakið
„media“ í ensku en síðari merkingin sem Couldry nefnir hér, að „media“ vísi til
sjálfs efnisins sem miðlar miðla, er síður bundin orðinu „miðlun“ í íslensku. Sú leið
er farin í þessari þýðingu að nota orðið „miðlun“ á sambærilegan hátt og „media“
í ensku. Lesandi verður því að hafa í huga að orðið miðlun í þessum texta, sem
er í íslensku iðulega tengt við virkni miðla (þ.e. efnisdreifingu þeirra) þjónar hér
líka sem skírskotun til þess efnis sem miðlað er. Notkunin er sambærileg við orðin
„vísun“ og „skírskotun“ sem í grunninn merkja þá gjörð að benda á eitthvað en eru
einnig notuð til þess að tjá efnið sjálft sem bent er á.]