Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 169
168
Þótt Bjarni Randver hafi ekki rætt sjálfan overton-gluggann í kennslu
sinni og í greinargerðinni „Svar við kæru Vantrúar“ spyr hann hvort starf-
semin einkennist af trúboði á nokkrum glærum. Trúboðið, eða boðunin
eins og Bjarni kallar hana á nýrri útgáfum glærusettsins, er einfaldlega
aðferð þrýstihópsins til þess að færa gluggann. Óli Gneisti Sóleyjarson
lýsir þannig skýrri löngun til þess að snúa trúuðum einstaklingum með
þessum hætti: „Ég myndi vilja gera hann að stoltum og góðum trúleys-
ingja sem skilur að Biblían er með öllu óþörf.“90 Að sama skapi segir Hjalti
Rúnar Ómarsson í viðtali í Stúdentablaðinu: „[…] það eina sem meðlimir
hafa sameiginlegt er trúleysið; herskátt trúleysi. […] Ef allar tilraunir til
þess að sannfæra aðra um réttmæti skoðana sinna er trúboð, þá er þetta
trúboð (kannski vantrúboð), en þá er málflutningur stjórnmálaflokka líka
trúboð. […] Ég held að það sé í sjálfu sér slæmt að fólk gangi um með
rangar skoðanir.“91
Með því að koma höggi á námskeið í Guðfræði- og trúarbragðafræði-
deild HÍ styrkir félagið stöðu sína út á við um leið og hægt er að leggja fram
gagnrýna greiningu á fræðilegar forsendur trúarumræðu í háskólanum þar
sem trúleysi virðist eiga undir högg að sækja. Tækifærið er einfaldlega of
gott til að hægt sé að láta það framhjá sér fara burtséð frá því samhengi
sem best lýsir glærunum og leitast hefur verið við að skýra.
Í öðru lagi trúa vantrúarfélagarnir sem mest hafa sig í frammi því lík-
lega flestir að Bjarni sé sekur. Heimsmynd þessara einstaklinga er ,sektísk‘
í þeim skilningi að félagið sem þeir tilheyra verður til í kringum ákveðn-
ar velskilgreindar skoðanir og grunngildi.92 Að sama skapi er hópurinn
glögglega aðgreinanlegur frá hópi andstæðinganna, en í huga margra van-
trúarfélaga er þetta skýrt afmarkaður heimur þar sem ,samherjar‘ bind-
ast böndum.93 Trúleysissýnin er vantrúarfélögum hjartans mál. Ritstjórn
90 Óli Gneisti Sóleyjarson, „Úr samhengi séra Gunnars“, Morgunblaðið 24. ágúst 2006,
bls. 28. Bjarni Randver vísar í þessi ummæli á glæru 15 í „Frjálslyndu fjölskyldunni
iv“.
91 Símon Hjaltason, „Herskáir trúleysingjar – berjast gegn ranghugmyndum“, Stúd-
entablaðið, desember 2007, bls. 6. Bjarni Randver vísar í þessi ummæli á glæru 14 í
„Frjálslyndu fjölskyldunni iv“.
92 Vandinn við þýðinguna á enska orðinu sect eru þeir neikvæðu merkingaraukar sem
fylgja því í daglegri umræðu, s.s. sértrúarflokkur og sértrúarsöfnuður. Rétt er að
taka fram að ég legg enga slíka neikvæða merkingu í orðið.
93 Um félagsfræðileg einkenni sértrúarhópa má lesa víða t.d. í McGuire, Religion.
The Social Context, t.d. bls. 38, 140, 144, en hér sérstaklega bls. 27–36, þar sem
McGuire ræðir um merkingarkerfi sértrúarhópa og sjálfsmynd einstaklinganna.
Einnig má nefna Inger Furseth og Pål Repstad, An Introduction to the Sociology of
GuðNi ElíssoN