Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 97
96
þróast hratt og útbreiðslan er mikil en um 82% einstaklinga nýta sér nú
samfélagsmiðla.55 Tölfræðilegar upplýsingar um landsmenn og landshagi
eru mjög góðar og gera það auðvelt að velja úrtak sem er dæmigert fyrir
íbúa landsins. Þá er fyrirtækjamenning og viðhorf til stjórnunar og vinnu
ekki svo frábrugðin því sem finna má í Vestur Evrópu, Norður Ameríku og
Ástralíu sem kann að gera niðurstöðurnar áhugaverðar fyrir þá sem byggja
þessa heimshluta.
Gögnum rannsóknarinnar, sem hér er kynnt, var safnað á árunum 2013
og 2014 og stuðst var við blandaða aðferðafræði (e. mixed research methodo-
logy) við gagnaöflunina. Við framkvæmdina var annars vegar notuð meg-
indleg (e. quantitative) aðferðafræði og hins vegar eigindleg (e. qualitative).
Megindlega aðferðafræðin var byggð á tvenns konar nálgun; spurninga-
könnun, sem send var á netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands,
og spurningakönnun sem fór fram með símtölum. Þriðja nálgunin (e.
triangulation), sem grundvallaðist á eigindlegri aðferðafræði, var viðtals-
aðferð (e. interview method). Tilgangur megindlega hluta rannsóknarinn-
ar (spurningakönnunar) var að varpa ljósi á persónulega samfélagsmiðla-
notkun starfsfólks á vinnutíma og tilgangur eigindlega hlutans (viðtala)
var að styðja við megindlega hlutann og fá fram ítarlegri upplýsingar um
þá þætti sem fram komu í spurningakönnuninni. Með því að nota bland-
aða aðferðafræði er leitast við að sameina kosti mismunandi aðferða og ná
þannig fram upplýsingum sem erfitt er að afla með því að nota einungis
eina þeirra.56 Margprófun er talin auka trúverðugleika niðurstaðna og er
ætlað að styðja við réttmæti rannsóknarinnar.57
Markmið rannsóknarinnar var að finna út hvernig samfélagsmiðla-
notkun starfsfólks vegna einkaerinda á vinnutíma væri háttað hjá íslenskum
skipulagsheildum með tilliti til umfangs þess tíma sem það verði til hennar
svo og viðhorfs stjórnenda og annarra starfsmanna til slíkrar notkunar. Auk
Evrópu. Hagstofa Íslands, „Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni“, Hagtíðindi,
1/2014, bls. 1–25, hér bls. 1–6, sótt 3. júní 2014 af https://hagstofa.is/lisalib/getfile.
aspx?ItemID=16116.
55 Sama heimild, bls. 22.
56 John W. Creswell og Vicky L. Plano Clark, Designing and conducting mixed methods
research, Thousand oaks, CA: Sage Publications, 2007; William G. Zikmund,
Barry J. Badin, Jon C. Carr og Mitch Griffin, Business research methods, 9th ed.,
Inter national Edition: South-Western, Cengage Learning, 2013.
57 David Silverman, Doing qualitative research, 4th ed., London: Sage Publication,
2013; Robert K. Yin, Case study research: Design and methods, 2nd ed., Newbury Park,
CA: Sage Publications, 1994.
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR