Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 166
165
Skilningur þeirra er þó í samræmi við þá greiningu Bjarna að víða í trú-
arumræðunni megi finna einstaklinga sem finnst þeir eiga undir högg að
sækja.
Glærupökkum þeirra námskeiða sem Bjarni Randver hefur kennt í
trúarlífsfélagsfræði þarf einnig ekki að fletta lengi til þess að sjá ýmis merki
um þessa nálgun. Á árinu 2009, á sama tíma og vantrúarfélagar ákveða
að kæra Bjarna, kenndi hann tvö námskeið á þessu sviði85 og í samræmi
við námskeiðsmarkmiðin ræddi hann iðulega gagnrýni og ágreining sem
tengja mátti hinum ólíku deildum og hreyfingum. Stundum helgaði hann
sérstakar glærur þessum efnum, annars staðar var ágreiningurinn ræddur
meðfram glærukynningunni. Ég hef áður vísað til gagnrýnnar umfjöllunar
Bjarna um tengsl lúthersku kirkjunnar í Þýskalandi við nasismann, en van-
trúarfélagar héldu því ítrekað ranglega fram að Bjarni hefði hvergi dregið
upp slíka lýsingu í kennslu sinni.86 En glærur sem snúast um árekstra,
deilur og ágreining í pökkunum tveimur má finna út um allt. Vart er að
finna þá kirkjudeild og trúarhreyfingu sem ekki hefur verið tekist á um og
gerð eru skil á glærum námskeiðanna tveggja. Hér má nefna glærupakka
tengda aðventistum (glærur 8, 19–22), Ahmadiyyamúslimum (glærusett I,
16, 20–22, 24–26, 42–44, 77–80), anglíkönsku kirkjunni (glærur, 4, 8 og
12), baptistum (glærur, 8, 18–19, 37), búddisma (glærusett II, 17, 35–36,
38, 44, 53, 59–60, 63), Byrginu (glærur 15–20), dulspeki (glærusett I,
17–20, 29–30; II, 5, 31–34, 36, 44–48; IV, 1–3, 20, 23–25, 29), evrópsk-
um fríkirkjum (glærur 2–3, 7, 14 og 18), fjölskyldunni (glærusett I, 8–15,
17–34; II, 2, 4–19, 23–24 og 26–28), fundamentalistum (glærur 2–3, 6,
37–61, 63–68, 77–78), fljúgandi furðuhlutum (glærur 2–3, 10, 19–20, 23),
háspekifjölskyldunni (glærur 19–22, 24), heittrúarmönnum og meþódist-
um (glærur 9,11, 13, 16 og 21), helgunarfjölskyldunni (glærur 10, 22–23),
hindúisma (glærusett II, 14–15, 34–35; III, 21–24, 38–39, 41–44, 55–57;
IV, 3, 5–6, 15–16, 18–20, 43), húmanistahreyfingunni (glærur 5–7, 12–14,
30, 32–34), hvítasunnumönnum (glærur 6, 9–10, 12–14, 16–20, 28–31,
85 Lýsingu á Kirkjudeildarfræðinni (GFR206M vor 2009) má finna í kennsluskrá
ársins 2008–2009: https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=
namskeid&id=01540020090 [sótt 12. október 2012]; og á Nýtrúarhreyfingum
(GFR605G, haust 2009) í kennsluskrá ársins 2009–2010: https://ugla.hi.is/kennslu-
skra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=01751420096 [sótt 20. janúar
2011].
86 Guðni Elísson, „Í heimi getgátunnar: Kærur Vantrúar, glæra 33 og Egill Helgason“,
TMM 4/2012, bls. 4–26, hér bls. 13.
FÚSK, FÁFRÆðI, FoRDÓMAR?