Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 8
EIRÍKUR SIGURÐSSON FYRRUM SKÓLASTJÓRI Á AKUREYRI
Stefán Eiríksson myndskeri
Inngangur
Tréskurður hefur verið iðkaður á Islandi allt frá landnámstíð. Hann er
elsta myndlist hér á landi. Listmálning kom síðar til sögunnar. Guð-
mundur Finnbogason segir í Iðnsögu íslendinga:
“Hinar frægu fornminjar í Asubergi (Oseberg) í Noregi sýna það
greinilega, hve miklum þroska myndskurðarlistin hafði náð í Noregi um
þær mundir er landnám hófst á Islandi. Auðvitað hafa landnámsmenn-
irnir flutt með sér útskorna muni til íslands, er urðu þeim fyrirmyndir,
og þá kunnáttu í tréskurði, er þeir voru gæddir.”
Mikið er af myndskurði í Þjóðminjasafni, t. d. á rúmfjölum og kistl-
um frá ýmsum öldum. Skurðlistin var og mikið tengd kirkjunni. Til eru
altarisbríkur, töflur, skrín og biskupsstafir frá miðöldum. Þá voru hag-
leiksmennirnir fengnir til að gera gripi í þágu kirkjunnar, sem hlúði mest
að listum á miðöldum. Sumir þessir gripir voru skornir úr rostungstönn-
um. Má í því sambandi minna á bagal Páls biskups, sem fannst í steinþró
hans í Skálholti. Þá hafa hvalbein og horn oft verið notuð til útskurðar.
Gersemar eins og Valþjófsstaðahurðin sýna hve langt hagir en ólærðir
snillingar náðu á þessu sviði, ekki aðeins í myndskurði, heldur einnig í
því að segja táknrænar sögur með verkum sínum.
Talið er að íslenskur tréskurður hafi gegnum aldirnar haft sterkt ættar-
mót alveg fram á 19. öld. Hefur dr. Kristján Eldjárn lýst þessum al-
þýðustíl best allra í bókum sínum. í inngangsorðum að bókinni “Hag-
leiksverk Hjálmars frá Bólu” segir hann:
“íslenskur tréskurður ber ákaflega sterkt ættarmót allar götur frá mið-
öldum og fram á tuttugustu öld. Ef útlend aðskotadýr slæðast með í safni
íslenskra tréskurðarhluta, er hægðarleikur að kippa þeim úr, án þess að
líta á eymamörk. Og beri útskorinn íslenskan hlut fyrir augu á erlendri
grund, þarf ekki að velkjast lengi í vafa um þjóðemi hans; það er eins og
heilsað sé á íslensku.