Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 11
MÚLAÞING
9
dyr á varpjörðum og málaði þau, eða lax fyrir laxveiðibónda, og þótti
það gert af miklum hagleik. Þá er kunnugt að hann skar út veðurvita
(vindhana) á bæjum og málaði þá í mörgum litum. Einnig skar hann út
nafnfjalir á mörg gömlu hákarlaskipin nyrðra, og ýmsa smáhluti sem
hann gaf vinum sínum.
Guðmundur bíldur vann að tréskurði í Þingeyrakirkju. Skar hann þar
út altaristöflu og sennilega fleira til skrauts. Fleiri altaristöflur mun hann
hafa gert.
Ekki verður í þessum inngangi rakin nánar saga íslensks tréskurðar
eða nám íslenskra manna erlendis í þeirri grein. Kemur þá næst til að
greina frá þeim manni, sem átti mestan þátt í að endurvekja íslenskan
tréskurð, ásamt lærisveinum sínum. Mun sú þjóðlega list verða þyngri á
metunum er stundir líða, en ýmsir þeir “ismar” sem verið er að burðast
við að flytja inn í landið.
Æska og umhverfi
Það er hlutskipti margra listamanna, að listmunir þeirra dreifast vítt
um, bæði innan lands og utan. Einkum á þetta við um gripi myndsker-
anna, sem iðulega eru beðnir um að gera ýmsa gjafamuni, en eftir að
þeir falla frá og fram líða stundir, er ekki vitað um nema hluta af ævi-
starfi þeirra.
Áður hefur hér verið skýrt frá hinum forna þjóðlega tréskurði. Hér
verður sagt frá þeim manni, sem átti mestan þátt í að endurvekja hann,
þegar farið var að dofna yfir honum fyrir síðustu aldamót, og nam list
sína erlendis. Það var Stefán Eiríksson tréskurðarmeistari. Hann lærði
myndskurð í Höfn einni öld eftir að Gunnlaugur Briem var þar við tré-
skurðarnám.
Stefán endurvakti tréskurðinn forna á tvennan hátt: Hann gerði sjálfur
frábær listaverk, sem geyma nafn hans, eins og hvalbeinsstóllinn frægi í
Þjóðminjasafninu. Þá kenndi hann efnilegum nemendum þessa listgrein,
og hafa sumir lærisveinar hans haldið merki skurðlistarinnar hátt á lofti,
t.d. Ríkarður Jónsson, og lofað þannig meistara sinn.
Verður nú greint lauslega frá fyrri hluta ævi Stefáns, eins og heimildir
hrökkva til, æsku hans og uppvexti.
Stefán Emksson var fæddur 4. ágúst 1863 að Fremraseli í Hróars-
tungu. Hann er Austfirðingur að ætt og dvaldi á Austurlandi til 27 ára