Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 14
12
MÚLAÞING
mest í Heiðinni var þar fleira fólk búsett en í fólksfæstu hreppum á Hér-
aði.
En hver mun hafa verið orsök þess, að þau Eiríkur og Katrín fluttu að
Veturhúsum? Eflaust sú sama og öll hjón þráðu: að hafa sjálfstæðan bú-
skap, en fengu ekki jarðnæði á Héraði. Um miðja 19. öld var fleira fólk í
sveitum á Islandi en nokkurn tíma fyrr eða síðar. Þessi hjón áttu fátt af
búpeningi, en þau voru ung og treystu á orkuna í sjálfum sér og silung-
inn í veiðivötnunum í Heiðinni sér til lífsbjargar. Þá var féð þar vænt og
kvíaærnar mjólkuðu þar vel.
Allt þetta hefur lokkað þessi fátæku hjón til að reyna sjálfstæðan bú-
skap í Heiðinni, ekki síst hafi þau ekki þekkt fannfergi og ógnarbylji
vetrarins og þá einangrun sem fylgdi Heiðinni. Það voru skuggahliðar
hennar, en bjart yfir sumrinu og gjöfum þess.
Otalinn er einn kostur sem fylgdi Heiðinni, en var þó ekki tengdur
sjálfri afkomunni. Það var hinn unaðslegi söngur mófuglanna á sumrin,
en af þeim var mikil mergð um alla Heiði. Þar áttu þeir hreiður og egg
fjarri glaumi byggðanna.
Þegar foreldrar Stefáns fluttu frá Veturhúsum 1871, var Stefán ennþá
lítill drengur, en þaðan hefur hann átt sínar fyrstu bernskuminningar.
Hann var átta ára vorið sem þau fluttu þaðan. Þar hefur hann eflaust
byrjað að smala kvíaánum, sem voru þar spakar og undu sér í kringum
bæinn. Þó mun Margrét systir hans hafa verið þar aðalsmalinn, og var
hún orðin 12 ára þegar þau fóru þaðan.
í minningum Björns Jóhannssonar skólastjóra á Vopnafirði, ,,Frá
Valdastöðum til Veturhúsa“, er lýsing á búskap hans á Veturhúsum, en
þar bjuggu þau Björn og Anna Magnúsdóttir kona hans í 4 ár, 1917-
1921. Þar er líka lýsing á jörðinni og umhverfi hennar. Sumt af þeirri
lýsingu á einnig við fyrri tíma, jafnvel 50 ár aftur í tímann. Landgæðin
voru svipuð og silungsveiðin. Verður hér því vitnað í þessa bók. Um
staðsetningu býlisins stendur þetta:
„Heiðarbýlið Veturhús, sem tilheyrir Suðurheiðinni, er nokkurn veg-
inn upp af bænum Grund á Jökuldal, og mun leiðin þangað vera sem
næst 12 km. Vegurinn lá þó ekki þaðan, en aftur á móti lágu götutroðn-
ingar frá næstu bæjum, Hákonarstöðum og Eiríksstöðum, og voru þang-
að um 15 km.. hvor þeirra sem farin var.“
En hvernig var þá að búa á Veturhúsum? Þegar Björn kom þangað
var þar torfbær, grafinn inn í hól, en þiljaður að innan. Innangengt var í
fjárhús og fjós, svo að ekki þurfti út í kafaldsbyljum vetrarins, þegar allt
var á kafi í fönn, nema við og við, til að ná vatni úr lindinni í tunnuna í