Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Qupperneq 16
14
MULAÞING
um heimilunum og hefur þá eflaust verið þröngt í baðstofunni. Páll og
fjölskylda hans fóru síðan til Vesturheims, eins og fleiri Heiðarbúar.
Frá Veturhúsum fluttu þau hjón með börn sín í Möðrudal og voru þar
í fimm ár, en voru þá eitt ár í Brattagerði í tvíbýli, en fluttust árið eftir
aftur í Möðrudal og voru þar þá í tvö ár. Brattagerði var afbýli í Eyvind-
arárrana, austan Jöklu á Efradal, en þar bjó þá Einar Eiríksson, frændi
Eiríks.
I Möðrudal hefur Stefán setið yfir kvíaám og smalað þeim. Á ung-
lingsárum fyrir og eftir fermingu voru flestir drengir smalar á þeim
árum. Þar hefur hann haft fjalladrottninguna Herðubreið fyrir augum
daglega. Síðar gat hann þess, að oft hefði hann í hjásetunni tálgað marg-
an birkilurkinn með vasahnífnum sínum. Þá hefur hann sennilega komist
í kynni við hreindýrshorn, sem hann vann síðar úr marga smíðisgripi.
Stefán fermdist í Möðrudal á hvítasunnu 1878, þá 14 ára að aldri. Er
tekið fram við húsvitjun prestsins í Brattagerði árið áður, þegar hann var
13 ára, að þá hafi hann verið búinn að læra kverið.
Frá Möðrudal fluttu foreldrar hans að Brú og voru þar í þrjú ár. Þá
hefur hinn ungi sveinn kynnst Brúaröræfum í göngunum. Á Arnórsstöð-
um voru þau eitt ár. En alls bjuggu þau hjónin á sex heiðarbýlum og
fremur stutt á hverju. Þau voru þessi, auk Veturhúsa og Brattagerðis:
Fagrakinn, Víðirhóll, Gestreiðarstaðir og Melur.
Eftir að foreldrar Stefáns höfðu búið í Jökuldalsheiði og átt heima í
Möðrudal og á Jökuldal í rúm tuttugu ár, fluttu þau árið 1887 á enn eitt
heiðarbýlið, Mel í Vopnafjarðarheiði. Þar voru þau í þrjú ár.
En nú voru börn þeirra uppkomin, Margrét gift Páli Jónssyni söðla-
smið, skaftfellskum að ætt. Þau bjuggu með foreldrum Stefáns að Mel
og síðar í Brunahvammi og víðar. En Stefán fylgdi alltaf foreldrum sín-
um og hafði heimili sitt hjá þeim, þó að hann hafi eflaust unnið talsvert
utan heimilis, m.a. við smíðar. Þórarinn, bróðir Stefáns, kvæntist síðar
Rósu Sigurðardóttur frá Hólum í Laxárdal. Þau fluttu til Vesturheims.
Hann var einnig smiður.
Árið 1890 fluttu foreldrar Stefáns frá Mel í Gestreiðarstaði. Ekki er al-
veg ljóst hvar Stefán var þetta sumar, en sennilega hefur hann fylgt for-
eldrum sínum í Gestreiðarstaði um vorið. Hann var þá á besta aldri en þau
farin að þreytast. Um haustið hélt hann til náms til Kaupmannahafnar.
Eiríkur lést á Eiríksstöðum á Jökuldal 13. febrúar 1894, 60 ára, senni-
lega úr illkynjaðri inflúensu, sem þá gekk á Héraði, en Katrín var eftir
það hjá Margréti dóttur sinni og Páli og lést hjá þeim 28. maí 1898 í
Brunahvammi, 75 ára að aldri.