Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 17
MÚLAÞING
15
Hafa þá verið nefndir flestir dvalarstaðir Stefáns í æsku, eftir því sem
hægt er að sjá í kirkjubókum, en í þá sögu vantar tilfinnanlega frásögn
hans sjálfs og verður nú ekki úr því bætt. Þó skal hér skráð ein saga frá
æsku hans, eftir frásögn dætra hans.
Eins og áður er sagt var Eiríkur góð skytta. Fékkst hann þá stundum
við veiðar til bjargar heimilinu, einkum rjúpnaveiðar, en eitt og eitt
hreindýr mun hann og hafa skotið. Heimilt mun þá hafa verið að skjóta
hreindýr fyrir áramót, en þau voru friðuð eftir áramótin. Varð Eiríkur
eitt sinn sekur við lög í þessu efni. Auðskilið er að það kom sér vel fyrir
fátæklingana á heiðarbýlunum að fá nýtt kjöt til matar að vetrinum.
Nú fréttist að prófastinum á Valþjófsstað, Sigurði Gunnarssyni yngra,
hefði fallið þetta miður. Af þessu hafði Stefán áhyggjur og óttaðist að
faðir sinn yrði kallaður til yfirheyrslu hjá sýslumanni. En til þess að frið-
þægja fyrir þetta brot föður síns, kom honum ráð í hug. Hann hóf smíði
á fallegum útskornum kistli úr valviði, en lokið úr hreindýrshornum og
málmi. Um haustið var kistillinn fullbúinn. Allt þetta skar hann með
vasahníf sínum. Aður hafði hann gert nokkra muni til gjafa.
Lagði hann þá land undir fót með kistilinn undir hendinni, niður á
Jökuldal, yfir Fljótsdalsheiði að Valþjófsstað í Fljótsdal. Þegar þangað
kom afhenti hann prófastsfrúnni, Soffíu Einarsdóttur, kistilinn að gjöf,
til að blíðka prófastinn vegna misgjörða föður síns.
Frú Soffía var frá Brekkubæ í Reykjavík, vel menntuð kona og list-
hneigð, sem hafði verið sjö ár í Englandi. Hjónin dáðust bæði að snilld-
arlegri gerð kistilsins hjá unglingi sem ekkert hafði lært í þessu efni.
Gerðu þau sér ljóst að þarna var efni í listamann, sem þyrfti að læra, ef
hann ætti að njóta hæfileika sinna. Á hreindýrin var ekki minnst.
Síðar beittu prófastshjónin sér fyrir því, að Stefán færi til Kaup-
mannahafnar til náms í tréskurði, sem sagt verður frá síðar.
Sennilega hefur kistillinn því skipt sköpum fyrir lfamtíð Stefáns. Þarna
kynntist hann fólki sem bar skyn á listræn verðmæti. Við sjáum fyrir okk-
ur tvær myndir af Stefáni frá æskuárum. Sú fyrri þar sem hann situr úti í
krók í baðstofunni að teikna með blýanti eða skera eitthvað út með hníf.
Svo sjáum við á eftir honum á leið austur í Valþjófsstað, með útskorinn
kistil undir hendinni í léreftspoka, sem gjöf til prófastshjónanna, án þess
að hafa hugmynd um að þessi kistill yrði örlögvaldur í lífi hans.
Námsárin erlendis
I prestsþjónustubók frá Hofi í Vopnafirði sést, að meðal burtvikinna