Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 20
18
MÚLAÞING
Þegar nú Stefán var kominn heim frá námi hófst nýr kafli í ævi hans.
Hann fór sem smiður en kom sem listamaður, samkvæmt frásögn prests-
ins á Hofi. Það eru sömu listamannshendurnar sem standa á bakvið báða
þessa titla, en á þessum sjö árum hafði Stefán margt lært, og lagt sig
fram um að mennta sig sem best í listgrein sinni. Það sýndi sig er hann
tók hér til starfa á næstu árum.
/ Vopnafirði
Árið 1897-1898 var Stefán á Vopnafirði og stundaði þar list sína - tré-
skurðinn. Mun hann einkum hafa gert ýmsa gjafamuni fyrir fólk, og er
nú ekki vitað hvar þeir eru niður komnir.
Þetta ár var hann til húsa hjá tveimur bræðrum, Runólfi Halldórssyni
kaupmanni og Stefáni Halldórssyni búfræðingi. Runólfur var í Höfn vet-
urinn 1893-94 og munu þeir Stefán hafa kynnst þar. Mun Runólfur hafa
átt húsið og verslað þar, en getað leigt Stefáni eitt herbergi. Aðalbjörg
Sigurðardóttir var þar hjá þeim vinnukona að matreiða fyrir þá þremenn-
ingana og halda húsinu hreinu.
Verður nú sagt frá skemmtilegu ævintýri í lífi Stefáns:
Þegar hann var ungur maður í Heiðinni gisti hann oft á Fossi (í Hofs-
árdal) í kaupstaðarferðum á Vopnafjörð. Síðar kynntist hann fólkinu á
Fossi betur, eftir að hann og foreldrar hans fluttu að Mel. Þá var að vaxa
upp á Fossi lítil stúlka, sem Stefán tók snemma ástfóstri við. Það var
Sigrún, yngri dóttir þeirra hjónanna, Gests og Aðalbjargar á Fossi. Sú
eldri var Bergljót, sem bjó þar eftir þau. Sagði hann snemma að Sigrún
ætti að verða konan sín, en aldursmunur þeirra var 12 ár. Mun Aðalbjörg
hafa verið þessu mjög fylgjandi.
Árin áður en Stefán fór til útlanda, meðan foreldrar hans bjuggu á
Mel, munu hafa verið tíðar ferðir milli bæjanna og hélst þessi vinátta
þeirra Sigrúnar uns Stefán fór utan til náms. Hún var þá 15 ára en hann
27 ára. Fólkið á Fossi mun hafa talið þau trúlofuð og áður en þau skildu
komu þau sér saman um að skrifast á. Hann vildi fylgjast með þroska
hennar og hugsunarhætti. Þau skrifuðust svo á þessi tæp sjö ár sem hann
var erlendis. Eflaust hefur þetta samband hans við Sigrúnu létt honum
einmanaleika fjarverunnar og aukið tilhlökkun hans að koma aftur heim.
En var þá ekkert gert til að mennta Sigrúnu á meðan? Hún fór í vinnu-
mennsku til Hermanns Jónassonar á Hólum og gætti þar barna þeirra
hjóna. Hann var þar skólastjóri og lærði Sigrún margt á því stóra heimili.