Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 20

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 20
18 MÚLAÞING Þegar nú Stefán var kominn heim frá námi hófst nýr kafli í ævi hans. Hann fór sem smiður en kom sem listamaður, samkvæmt frásögn prests- ins á Hofi. Það eru sömu listamannshendurnar sem standa á bakvið báða þessa titla, en á þessum sjö árum hafði Stefán margt lært, og lagt sig fram um að mennta sig sem best í listgrein sinni. Það sýndi sig er hann tók hér til starfa á næstu árum. / Vopnafirði Árið 1897-1898 var Stefán á Vopnafirði og stundaði þar list sína - tré- skurðinn. Mun hann einkum hafa gert ýmsa gjafamuni fyrir fólk, og er nú ekki vitað hvar þeir eru niður komnir. Þetta ár var hann til húsa hjá tveimur bræðrum, Runólfi Halldórssyni kaupmanni og Stefáni Halldórssyni búfræðingi. Runólfur var í Höfn vet- urinn 1893-94 og munu þeir Stefán hafa kynnst þar. Mun Runólfur hafa átt húsið og verslað þar, en getað leigt Stefáni eitt herbergi. Aðalbjörg Sigurðardóttir var þar hjá þeim vinnukona að matreiða fyrir þá þremenn- ingana og halda húsinu hreinu. Verður nú sagt frá skemmtilegu ævintýri í lífi Stefáns: Þegar hann var ungur maður í Heiðinni gisti hann oft á Fossi (í Hofs- árdal) í kaupstaðarferðum á Vopnafjörð. Síðar kynntist hann fólkinu á Fossi betur, eftir að hann og foreldrar hans fluttu að Mel. Þá var að vaxa upp á Fossi lítil stúlka, sem Stefán tók snemma ástfóstri við. Það var Sigrún, yngri dóttir þeirra hjónanna, Gests og Aðalbjargar á Fossi. Sú eldri var Bergljót, sem bjó þar eftir þau. Sagði hann snemma að Sigrún ætti að verða konan sín, en aldursmunur þeirra var 12 ár. Mun Aðalbjörg hafa verið þessu mjög fylgjandi. Árin áður en Stefán fór til útlanda, meðan foreldrar hans bjuggu á Mel, munu hafa verið tíðar ferðir milli bæjanna og hélst þessi vinátta þeirra Sigrúnar uns Stefán fór utan til náms. Hún var þá 15 ára en hann 27 ára. Fólkið á Fossi mun hafa talið þau trúlofuð og áður en þau skildu komu þau sér saman um að skrifast á. Hann vildi fylgjast með þroska hennar og hugsunarhætti. Þau skrifuðust svo á þessi tæp sjö ár sem hann var erlendis. Eflaust hefur þetta samband hans við Sigrúnu létt honum einmanaleika fjarverunnar og aukið tilhlökkun hans að koma aftur heim. En var þá ekkert gert til að mennta Sigrúnu á meðan? Hún fór í vinnu- mennsku til Hermanns Jónassonar á Hólum og gætti þar barna þeirra hjóna. Hann var þar skólastjóri og lærði Sigrún margt á því stóra heimili.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.