Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 21
MÚLAÞING
19
Þótt það hljómi ótrúlega, kom Hermann því til leiðar, að hún fékk að taka
þátt í sumum greinum af búfræðinámi piltanna. Meðal annars lærði hún
þar dönsku. Hún flutti með þeim hjónum, Hermanni og Guðrúnu Jóns-
dóttur konu hans, frá Hólum að Þingeyrum 1896, árið áður en Stefán
kom heim. Bergljót systir hennar hafði fengið að fara í kvennaskóla, og
var Sigrún því send að Hólum til að menntast eitthvað líka.
Þegar Stefán kom til Vopnafjarðar mun hann ekki hafa látið dragast
lengi að heimsækja Sigrúnu vinkonu sína að Fossi, sem hafði beðið eftir
honum. Nú var hún orðin 22 ára, gjafvaxta, myndarleg stúlka, eins og
hún átti ætt til. Það ár munu þau hafa staðfest fyrri tryggð með einbaug á
hendi. Þau Sigrún Gestsdóttir á Fossi og Stefán Eiríksson myndskeri
ætluðu að fylgjast að í gegnum lífið.
Annað erindi átti Stefán einnig inn í dalinn. Meðan hann var erlendis
hafði Eiríkur faðir hans látist. En Katrín móðir hans var þá í skjóli Páls
og Margrétar dóttur sinnar, að Brunahvammi. Eftir að hafa hitt fólkið á
Fossi og vinafólk sitt þar, mun hann hafa haldið inn í Brunahvamm til
að hitta móður sína. Hún lést í Brunahvammi vorið eftir, 26. maí 1898.
Sumarið 1898 stóð systrabrúðkaup þeirra Bergljótar og Sigrúnar frá
Fossi í Hofteigi á Jökuldal, 13. september. Þar voru þau Sigrún og Stef-
án gefin saman í hjónaband. Maður Bergljótar var Þórður Þórðarson frá
Skjöldólfsstöðum, og var hann bróðir séra Einars Þórðarsonar, sem þá
var prestur í Hofteigi, og gaf hvortveggju hjónin saman.
I þessari brúðkaupsferð komu þau Stefán og Sigrún að Eirrksstöðum,
til Einars Eiríkssonar hreppstjóra frænda Stefáns og dvöldu þar um tíma.
Um haustið fluttu þau alfarin til Reykjavrkur.
Stefán hafði nú stigið fyrstu sporin í þá átt að lifa af list sinni hér á
landi. Eigi var það álitlegt. Fólkið var fátækt og hafði ekki efni á að
kaupa útskorna muni á kostnaðarverði. Stefán hefur líklega fljótt gert sér
Ijóst, að ekki var hægt að hafa tréskurð sem atvinnu nema í Reykjavík
og hafa þá teiknikennslu með. Það kom því af sjálfu sér að þau yrðu að
flytja þangað, þó að þau hefðu sennilega heldur kosið að eiga heima á
Vopnafirði, í nálægð Heiðarinnar sem hafði fóstrað hann.
Þótt Stefán yfirgæfi nú Austurland, kom hann þar oft eftir þetta á
sumrum og dvaldi þar um tíma við veiðiskap og myndskurð. Heiðin átti
alltaf mikil ítök í honum, en nú fór býlum þar fækkandi, og varð brátt
ekkert að heimsækja nema tóftarbrotin. Sagt er að eitt sinn hafi hann
mælt fyrir því í einum tóftunum, hvar rúmið hans stóð þegar hann var
drengur.