Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 25
MÚLAÞING
23
að gera eða gerði fyrir böm sín og heimili. I öðm lagi kennsla nemenda
hans í tréskurði og teiknikennsla í teikniskólanum. í þriðja lagi teikni-
kennsla í hinum ýmsu skólum bæjarins.
Er undravert hvað Stefán kom miklu í verk á þessum 26 áram, sem
honum auðnaðist að vinna að þessum listaverkum sínum, en hann var
mjög árrisull og hafði oftast langan vinnudag. Auk þess var hann mjög
hraðvirkur við störf sín. Um listmuni Stefáns verður síðar rætt.
Böm þeirra Sigrúnar og Stefáns voru þessi: Sveinbam, andvana fætt,
20. júní 1899; Soffía Sigríður (Hjaltalín), f. 16. júlí 1900, kennari í tré-
skurði; Aðalbjörg Bergljót, f. 16. júlí 1900 (tvíburi), matreiðslukona í
Borgarnesi; Katrín (Amar), f. 27. júní 1902, húsfreyja í Rcykjavík;
Bentína Friðrikka, f. 13. apríl 1903, myndskeri í Reykjavfk; Eiríkur f.
13. júlí 1903 (tvíburi), myndskeri í Reykjavík; Gestur f. 27. maí 1905, d.
8. október sama ár; Sigurður Árnason f. 4. mars 1907, starfsmaður á
Keflavíkurflugvelli; Sigrún Hjördís, f. 1. janúar 1909, húsfreyja á Akur-
eyri; Unnur, f. 16. janúar 1912, bókbindari í Reykjavík; Olga Kristín f.
6. ágúst 1913, húsfreyja í Reykjavík.
Nú (1980) eru aðeins fjórar dætur þeirra Stefáns og Sigrúnar á lífi:
Katrín, Hjördís, Unnur og Olga.
Flest voru börn þeirra hjóna listfeng og unnu við eitthvert handverk.
Öll unnu þau eitthvað að tréskurði, þó að Soffía ein tæki sveinspróf í
þeirri grein. Önnur unnu við bókband og gátu sér snillingsorð á því
sviði, eins og Unnur.
Ríkarður Jónsson var fyrsti nemandi Stefáns í tréskurði, 1905 - 1908,
og lauk þar sveinsprófi í myndskurði, fyrstur manna hér á landi. Próf-
verkefni hans var spegilrammi, ,,Spegillinn hans Ríkarðs“, sem nú er
geymdur í Þjóðminjasafni. Um nám sitt hjá Stefáni hefur Ríkarður þetta
að segja:
„Stefán bjó í Grjótagötu 4 og hafði vinnustofu þar. Þar var alltaf nóg
að gera. Þann tíma, sem ég var í námi hjá Stefáni, hafði ég þar allt frítt,
fæði og húsnæði fyrir vinnu mína. ‘ ‘
Ennfremur segir hann um Stefán:
,,Eins og áður er sagt var ég við nám hjá Stefáni Eiríkssyni í þrjú ár.
Stefán var einn af ágætustu mönnum sem ég hef kynnst, og hygg ég að
þá sögu hafi allir þeir að segja, sem þekktu hann. Stefán var sem kunn-
ugt er mesti snillingur í sinni grein og einnig vandvirkur og áhugasamur
kennari.“
„Helsta verkefni í myndskurðarstofunni hjá Stefáni var að skera út