Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 26
24
MÚLAÞING
skraut á húsgögn, eins og þá var í tísku. Sú venja barst hingað frá Dan-
mörku, og munu mörg mynstrin hafa verið þaðan. Það var einnig venja
að skera út skraut utan á hús, bæði með burstum, gluggum og dyrum.
Enn sést þetta á nokkrum húsum hér í bænum, sem byggð voru upp úr
aldamótunum síðustu.“ ( Ríkarður Jónsson: Með oddi og egg.).
Stefán hafði myndskurðarskóla heima hjá sér frá 1905 til 1922. Hann
kenndi átta nemendum og hafa sumir þeirra haldið uppi merki mynd-
skurðar hér á landi. Þeir voru þessir: Ríkarður Jónsson, Gunnlaugur
Blöndal, Jóhannes Helgason, Guðmundur frá Mosdal, Geir Þormar,
Halldór Einarsson, Soffía Stefánsdóttir og Ágúst Sigurmundsson. Auk
þess voru börn hans flest í þessum nemendahópi. Þeir Ríkarður og Á-
gúst urðu síðar þekktir myndlistarmenn og höfðu tréskurðarstofur í
Reykjavík og kenndu þar listgrein sína. Auk þess var Ríkarður kunnur
myndhöggvari. Gunnlaugur varð þekktur listmálari, en Soffía er eina
konan sem hefur tekið próf í myndskurði hérlendis. Geir Þormar kenndi
myndskurð á Akureyri og Guðmundur frá Mosdal á Isafirði. Sést af
þessu að nemendur Stefáns urðu merkir menn í þessari listgrein eða öðr-
um skyldum.
Auk tréskurðarkennslunnar hafði Stefán lengi teikniskóla í Reykjavrk
fyrir almenning og fékk til þess nokkurn landssjóðsstyrk síðari árin. Alls
munu hafa verið 40-50 manns í þessum teikniskóla fyrri árin og var hon-
um þá skipt í fjórar deildir. Kennsla var kl. 6-8 og 8-10 síðdegis. Til er
skýrsla með eigin rithönd Stefáns frá síðasta vetrinum, sem þessi skóli
starfaði, 1923-24, hjá Hjördísi dóttur hans, en Stefán lést sumarið eftir.
Þrátt fyrir erfið veikindi hélt hann skólanum uppi þennan vetur. Skýrsla
hans hefur sýnilega aldrei komist til landsstjórnarinnar.
Skýrslan sýnir að þennan vetur voru 26 nemendur í teikniskólanum,
og skiluðu þeir 241 teikningu eftir veturinn. Stundafjöldi þeirra var mis-
jafn. 140 stundir var þar hæsta tala en fæstar 30 stundir. Fjórir af þessum
nemendum voru í myndskurði og var Ágúst Sigurmundsson einn af
þeim, síðasti nemandi Stefáns sem lauk prófi í myndskurði.
Á þessum nafnalista eru nokkrir kunnir listamenn, sem hófu þama
nám sitt í teikningu. Af þeim má nefna listmálarana Eggert Guðmunds-
son og Jón Engilberts. Þessi teikniskóli Stefáns Eiríkssonar var mjög
góður og lagði grundvöll að framtíð margra listamanna og iðnaðar-
manna.
Það sem nú hefur verið greint frá, virðist sæmilegt dagsverk fyrir