Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 27
MÚLAÞING
25
venjulegan mann. En Stefán starfaði meira en þetta. Árum saman hafði
hann auk þess mikla stundakennslu við teikningu við ýmsa skóla í
Reykjavík. Hann kenndi teikningu í Barnaskólanum 1901-1907, í
Menntaskólanum 1906-1917 og 1919-1921. Einnig kenndi hann teikn-
ingu í Kvennaskólanum og Iðnskólanum. Alla þessa kennslu þurfti hann
að leggja á sig til að sjá heimili sínu farborða.
Til er vísa um íslenskan myndskurð eftir Ríkarð Jónsson. í henni felst
hvaða kostum sá þurfti að vera búinn, sem hana vill stunda. Vísan er
svona:
Sá er galdur allur á,
andinn vandi hlutinn,
fái vald og einurð á
auga, hönd og kutinn.
Handlægni er ekki einhlít. Það þarf einnig gott auga fyrir verkinu,
sem krefst mikillar nákvæmni. Um þennan eiginleika Stefáns hefur
Guðmundur Hannesson læknir sagt eftirfarandi í blaðagrein:
„Undir eins á æskuárum hans kom það skýrt í ljós, að hann var besti
smiður og hagleiksmaður að náttúrufari. Islenskt birki og hreindýrshorn
voru smíðaefnin, og úr þeim skar hann ýmsa skrautgripi með tálguhnífn-
um sínum, en hugsaði jafnframt upp bjúghnífa og smáverkfæri til að
létta vinnuna. Þau smíðaði hann sjálfur.
I fyrstu fór hann eftir gamalli íslenskri gerð og fyrirmyndum. En það
leið ekki á löngu áður en hann fór að búa sér sjálfur til fyrirmyndir, líkja
eftir fögrum jurtum og blöðum, sem hann sá gróa í kringum bæ sinn.
Það var eins og þarna væri að spretta upp vísir til nýs íslensks listiðnaðar
og beint af sjálfu sér. Allt þetta varð til þess, að séra Sigurður Gunnars-
son (yngri) prófastur mun hafa stutt að því að Stefán fengi að sigla og
læra myndskurð.“
Á öðrum stað segir Guðmundur:
,,En hvemig voru nú höndurnar? Þessu er fljótsvarað. Það lék allt í
höndunum þeim. Eg hef tæpast þekkt náttúruhagari mann og hraðvirkari
á hverju sem hann snerti. Honum er allt hið sama, hvort hann sker
myndir með alls konar galdrajámum, heflar, rennir eða smíðar málm.
Það er eins og forsjónin hafi gefið honum allar iðnirnar í vöggugjöf og
mikið listfengi í ofanálag.“
Aldrei var Stefáni sýnd eins mikil virðing og vinsemd og á sextugsaf-
mæli hans. Sjálfur vildi hann minnast afmælisins austur í Vopnafirði, á