Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 29
MÚLAÞING
27
óku bömunum í skemmtiferð suður í Hellisgerði (Hafnarfirði). Voru þar
teknar upp ríkulegar vistir við hæfi bamanna og þeirra neytt þar með á-
nægju í góðviðrinu.
Og þegar þau hjónin, Stefán og Sigrún, komu aftur suður höfðu vinir
þeirra ekki gleymt þessum tímamótum og héldu þeim veglegt samsæti,
þar sem margir tóku til máls og mikið var sungið. Þar flutti Guðmundur
Bjömsson landlæknir aðalræðuna. Sungið var afmæliskvæði eftir Jakob
Thorarensen. Þar í er þetta erindi:
Þurfi merka hölda að heiðra
í hreppum þessa lands,
slíkra er tíðast aðalæran
að eignast verkin hans.
- Hans, er fylgi hárrar snilldar
hlaut í vöggugjöf,
- og vilja mun í hönd með honum
halda fram að gröf.
Séra Einar Friðgeirsson á Borg orti einnig kvæði af þessu tilefni og
sendi Stefáni. I því er þessi vísa:
Nafn þitt er með gripum geymt,
gefnum víða um lönd.
Aldrei, aldrei er þeim gleymt,
sem eiga slíka hönd.
Nokkrir vinir Stefáns vildu kaupa af honum hvalbeinsstólinn til að
gefa hann Þjóðminjasafninu, en Stefán vildi ekki selja hann. Skömmu
eftir þetta afmælishóf gaf Stefán Þjóðminjasafninu stólinn og er hann
þar til sýnis fyrir alla þá er ganga þar um sali.
Meðan á sextugsafmælinu stóð gekk Stefán ekki heill til skógar, þó
að hann reyndi að láta sem minnst á því bera. Eftir það sótti æ fastar á
hann sá sjúkdómur, sem varð honum að aldurtila tæpum tveimur árum
síðar.
Eftir afmælið var Stefán meira eða minna veikur næstu tvö árin, uns
hann lést 19. júní 1924. Þá var liðinn tæplega mánuður frá því hann rit-
aði skólaskýrsluna, sem áður var greint frá, en hún var dagsett 24. maí
1924.
Hafði þessi snillingur þá lokið ævi sinni, frumherjinn á sínu sviði við