Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 33
MÚLAÞING
31
Hjördís, dóttir Stefáns, á einnig mjög fallegan ask eftir föður sinn.
Svo mun vera um fleiri af ættingjunum. Ekki verða hér nefndir fleiri af
þeim fjölmörgu öskum sem Stefán gerði.
Eitt sinn smíðaði Stefán biskupsmítur, sem var gjöf til páfa frá kaþ-
ólska söfnuðinum í Landakoti. Þá gerði Stefán fagurt drykkjarhorn
handa Ingólfi Gíslasyni lækni, sem var gjöf til hans frá Vopnfirðingum.
Eftir er þá að minnast á nokkra stærstu smíðisgripi Stefáns. Má þar
nefna hlaðborð, stórt húsgagn útskorið, í eigu Unnar Stefánsdóttur, og er
hinn mesti kjörgripur. Þá er einnig til forkunnarfagur skápur með mikl-
um útskurði, í eigu Katrínar Stefánsdóttur.
Eitt sinn skar Stefán út möttulpör úr perutré, til að nota við íslenskan
upphlut. Ef til vill eini gripur þess eðlis sem til er. Þá gerði Stefán mörg
ritfangastœði til tækifærisgjafa. Af þeim má nefna ritfangastæði Steph-
ans G. Stephanssonar skálds, Geirs Zoega rektors og Jóns Þórðarsonar
prentara.
Margir gripir eru eftir Stefán úr fílabeini, en fílabeinið fékk hann sent
frá Björgólfi Ólafssyni lækni, þegar hann var á Indlandseyjum (-
Indónesíu). Af þessum smíðisgripum má nefna hörpu Steingríms Thor-
steinssonar rektors og brjóstnœlu Sínu Ingimundardóttur, konu Jóns Sig-
urjónssonar prentara. Aður var minnst á hvalbeinsstólinn. Annan grip
gerði Stefán einnig úr hvalbeini. Það var skrín, eingöngu gert úr því efni.
Þá skar Stefán einnig út ramma um kvæði Hannesar Blöndals. Það
var skrautritað og fest upp í Gullfossi, fyrsta skipi félagsins. Þá má
nefna annan ramma, sem til er eftir Stefán. Hann er gerður utan um arin,
fyrir Eggert Claessen, eftir munstrum úr Þjóðminjasafni. Hann er nú í
eign Guðmundar Benediktssonar ráðuneytisstjóra. Stefán dó frá þessu
verki, en Soffía dóttir hans lauk við það.
Enn er eftir að geta um nokkrar altarisbríkur og beinlára, sem hann
gerði. Nefna má einnig göngustaf Olgeirs Friðgeirssonar, einn af mörg-
um. Þá er einnig eftir að nefna forkunnarfagra útskorna könnu í eigu
Katrínar Stefánsdóttur.
Þótt ekki verði nefndir fleiri gripir hér, vegna ókunnugleika, eru þeir
eflaust margir og allir með sama snilldarhandbragðinu. Hér er aðeins
drepið á nokkur af verkum Stefáns, en þau voru fjölbreytt að gerð og úr
ýmiss konar efniviði.
Að lokum skal hér minnt á eina teikningu eftir hann, sem er þjóð-
kunn. Það er teikningin á hlutabréfum Eimskipafélags íslands 1914, sem
hefur verið notuð óbreytt til þessa dags. Myndimar á hlutabréfinu eru
listaverk, sem fela í sér margar táknmyndir. Efst er skip á siglingu með-