Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 37
MÚLAÞING
35
Buxur hefðu hentað betur, en þær voru ekki kvenbúningur á þessum
tíma.
Ragnhildur fór sem leið lá út að Sleðbrjótsseli. Er þess ekki getið að
hún hefði þar viðdvöl, en vinnumaður í Seli, Sigurður Þorsteinsson að-
nafni, gekk með henni á leið út með Hrauni, sem er allmikil melbunga á
milli Sleðbrjótssels og Torfastaða. Skammt voru þau komin frá Sleð-
brjótsseli þegar veðurútlit tók að breytast til hins verra. Sagðist Sigurður
þá ekki geta farið lengra með Ragnhildi, þar sem hann taldi sig þurfa að
koma fé í hús í Sleðbrjótsseli áður en veður versnaði til muna. Hélt
Ragnhildur nú einsömul áfram.
Ekki hafði hún langt farið þegar norðanbylnum skellti yfir. Var hvass-
viðrið svo mikið að hún gat ekki setið á hestinum. Ragnhildur reið nátt-
úrlega í söðli eins og þá var siður kvenna, en með slíkum reiðbúnaði er
erfitt að ráða sér í miklu hvassviðri.
Ferðin gekk þó áfallalaust út með Skallahrauninu þar sem nokkurt hlé
var fyrir norðvestanáttinni, en þegar hrauninu sleppir er enn æðispölur í
Torfastaði, 172-2 km, lítið um kennileiti til að styðjast við og hvergi hlé
fyrir veðurofsanum sem stendur þvert á hlið þegar rétt leið er farin. Á
þessum slóðum hefur Ragnhildur orðið að ganga, sem þó hefur verið allt
annað en auðvelt í þeim búningi og skófatnaði sem áður er lýst, en jörð
harðfrosin með svellglottum hér og hvar.
Nú er frá því að segja að á Torfastöðum var faðir minn, Jón Þorvalds-
son, vinnumaður. Hann hafði náð fé sínu í hús þegar gekk í veðrið að
nokkrum kindum undanskildum sem vantaði. Seint á vöku um kvöldið
þegar hríðarmökkinn tók að lægja fór hann að leita kindanna. Átti hann
þá leið framhjá lágum kletti við svokallaða Hestakletta og sá þá óglöggt
að eitthvað flaksaðist til uppi á ysta klettinum. í fyrstu hélt hann að þar
væru kindur, en svo var ekki, og þama rakst hann á Ragnhildi, sem var
lögst fyrir og gat sig lítið eða ekki hreyft, en var þó viðmælandi. Hann
reisti hana við og amlaði með hana af stað. Eitthvað gat hún gengið á-
leiðis heim í Torfastaði, en þó mun faðir minn hafa orðið að bera hana
nokkuð að leiðinni heim, sem er rúmur kílómetri.
Ragnhildur var furðu fljót að jafna sig eftir þessa þrekraun, en vildi lít-
ið um ferð sína tala.
Hún fór í Ketilsstaði daginn eftir.