Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 38
ÞORSTEINN STEFÁNSSON, VOPNAFIRÐI
Slátrun og sláturhús á Vopnafirði
Um það bil í miðju Vopnafjarðarkauptúni var fyrrum hallalítill sléttur
harðvellisgrasflötur, sem bar nafnið Sláturvöllur.
Þessi grasflötur mun hafa verið nokkur hundruð fermetrar að flatar-
máli. Nafn sitt fékk hann af því að þar var um langt skeið slátrað öllu
sauðfé Vopnfirðinga og auk þess einnig fé af Hólsfjöllum, Jökuldal og
úr Jökulsárhlíð.
Ekki hefur verið neitt sældarbrauð að vinna að slátrun við þau skilyrði
sem þama vom. Þarna var ekki um neina fláningsbúkka að ræða, heldur
hafa menn orðið að vera á hnjánum á jörðinni við að ná fénu úr bjórnum
og taka úr því innyflin.
Má geta nærri hversu erfitt þetta verk hefur verið og óþrifalegt, þegar
vond tíð var, stórrigningar og jafnvel snjókoma eins og oft er á haustin.
Eftir að skrokkarnir höfðu verið flegnir og tekið innan úr þeim, voru
þeir bomir inn í hús sem var þar örskammt frá, þar voru þeir hengdir á
jámkróka og látnir kólna, síðan vigtaðir, höggnir í fjóra parta hver
skrokkur og saltaðir niður í tunnur, sem biðu síðan útflutnings.
Þess má geta að þetta hús sem hér um ræðir, hefur nú verið flutt suður
á Ártúnshöfða og er eitt af þeim öldnu húsum sem þar eru.
Nokkuð mun hafa verið um það að bændur hjálpuðu hver öðrum við
slátrunina.
Líka munu konur hafa unnið eitthvað að þessu, svo sem að hræra í
blóði, skola vambir og fleira.
Á þessum tíma, og raunar langt fram á þessa öld, höfðu bændur ekki
efni á að henda matvælum í tuga og hundraða tonna tali, eins og nú er
gert.
Þá var svo að segja allt af skepnunni gjömýtt.
Allar lappir og hausar, bæði af lömbum og fullorðnu var hirt.
Lappirnar voru sviðnar, síðan soðnar og búin til úr þeim fótasulta sem
síðan var súrsuð. Hausarnir voru sömuleiðis sviðnir og handtéraðir á
ýmsan hátt.