Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 39
MÚLAÞING
37
Það mun ekki hafa verið fyrr en kom fram á þessa öld, að menn fóra
að salta svið og geyma þau þannig.
Keppir, vömb og vinstur var notað utan um slátur, en mjög mikið var
búið til af því. Voru jafnvel margar tunnur af slátri á sumum heimilum.
En þess má geta að heimilin voru þá mun fjölmennari en nú gerist.
Þá var hver einasti ristill hirtur. Þeir voru þannig handtéraðir að þeir
voru ristir upp og skafin úr þeim öll óhreinindi og slím. Þá voru tekin
hjörtu, þau skorin í lengjur og ristlunum síðan vafið utan um lengjuna
þar til kominn var hæfilega gildur baggi. Þá var saumuð utan um hann
þind, hann síðan soðinn og súrsaður.
Allt þangað til frysting kjöts hófst, höfðu hrútspungar verið skornir
undan, þannig að eistun vora í sínum skinnpoka. Þá var saumað fyrir
pokann, pungarnir sviðnir, soðnir og súrsaðir.
Allt var þetta hið mesta lostæti og mjög lystugt.
Þá voru öll lungu hirt. þau soðin, súrsuð og höfð til manneldis að
nokkru, en þó mest gefin hundum sem líka þurftu að éta. Þá var ekki far-
ið að flytja inn frá útlöndum hunda- og kattamat í dósum.
Þegar ég man fyrst til, voru allar gamir hirtar. Þær voru raktar, strokið
úr þeim gorið, gerðar upp líkt og reipi, saltaðar niður í tunnur og seldar
til útlanda. Fékkst gott verð fyrir þær.
Það var ótrúlegt hvað súrmaturinn geymdist vel í gömlu búrunum,
sem byggð voru úr torfi og grjóti og með torfþökum. Aldrei minnist ég
þess að hann skemmdist, þó hann væri geymdur nærri árlangt.
Nú er svona matargerð, sem ég hef lýst, að mestu lögð niður og er það
illa farið.
íslendingar halda árlega meiriháttar átveislur, sem nefnast þorrablót.
Þá þykir sjálfsagt að hafa á borðum alls konar súrmat. Ekki er hann nú
allur gerður úr sama efni og forðum, t.d. það sem kallað er nú lunda-
baggar, þeir minna ekkert á þá góðu gömlu.
Líklegt er að eftirfarandi vísur hafi orðið til á gamla sláturvellinum
eða þar í nánd. Hólsfjallabændur voru að binda klyfjar í Vopnafjarðar-
kauptúni. Þá kemur þar bóndi úr Vopnafirði, Vilhjálmur Oddsen frá
Hellisfjörubökkum og ávarpar þá með þessari vísu:
Fúlir standa Fjallamenn í fjörugrýti,
ataðir í aur og skíti
allir fara þeir í víti.
I hópi Fjallamanna var unglingspiltur og svarar hann að bragði: