Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 42
40
MULAÞING
sveitinni fengu þar ekki inngöngu, enda þótt sveitin og kauptúnið væri
eitt sveitarfélag, Vopnafjarðarhreppur.
Konur voru þá engar í félaginu.
Svo skeði það haustið 1933 að Verkalýðsfélagið krafðist kauphækkun-
ar. Kaupið árið áður mun hafa verið 90 aurar á tímann í dagvinnu. Nú
kröfðust verkamenn þess að fá eina krónu á tímann og 50 % álag á eftir-
vinnu og 100 % á nætur- og helgidagavinnu, sem mun hafa verið sama
álag og árið áður.
Ekki vildi stjórn og framkvæmdarstjóri Kaupfélagsins sætta sig við
þetta og endaði sú deila með því að upp úr slitnaði.
Tók þá Kaupfélagið það til bragðs að ráða menn úr sveitinni til starfa
við slátrunina um haustið. Kaupið var 65 aurar um tímann í dagvinnu og
tilsvarandi hærra í eftir-, nætur- og helgidagavinnu, þ.e. 50 og 100%.
Að mestu leyti voru þetta menn óvanir svona störfum, svo sjálfsagt
hefur orðið vafasamur hagnaður af þessu.
Ekki voru verkalýðsfélagar ánægðir með þetta, en létu þó kyrrt liggja.
Á þessum árum var kílóið af fyrsta flokks dilkakjöti á eina krónu og
dilkslátrið líka ein króna. Mun það hafa haldist nær óbreytt til 1940.
Eftir að þetta hús hafði verið notað í 15 ár, var farið að ræða um að
þörf væri á að byggt yrði nýtt slátur- og frystihús.
Hvortveggja var að húsið var upphaflega byggt af vanefnum, enda
byggt á einum mestu kieppuárum sem yfir þjóðina höfðu gengið. Enn-
fremur var það ekki byggt fyrir meira en 450 dilka dagslátrun eins og
fyrr segir.
Sauðfé hafði fjölgað nokkuð í hreppum, eftir að tekist hafði að ráða nið-
urlögum garnaveikinnar, sem herjað hafði á sauðfé bænda um allmörg ár.
Þess vegna þótti bændum slátrun ganga alltof langt fram á haustið og
var venjulega ekki lokið fyrr en eftir veturnætur.
Á þessum árum byrjuðu göngur alltaf 20. september og slátrun 24.
sept. eða þar um bil.
Því var það, að á aðalfundi Kaupfélags Vopnfirðinga 15/6 1947 var
samþykkt að heimila stjórn félagsins að hefja byggingu nýs slátur- og
frystihúss og hraða undirbúningi þess eftir föngum.
Vorið 1948 var svo byrjað á byggingunni.
Þetta var steinhús, 800 m2, á tveimur hæðum.
í öðrum helmingnum var frysting og fystigeymsla á báðum hæðum, en
sláturhúsið var í hinum endanum. Slátrun fór fram á efri hæðinni. Allt
nema skrokkarnir fór svo um göt á gólfinu niður á neðri hæðina, þar sem
því voru gerð skil.