Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 45
GUÐJÓN SVEINSSON MÁNABERGI
Uppgjör
Klukkan á panelþilinu sendi ganghljóð sitt markvisst og samtóna út í
nóttina. Pendúllinn sveiflaðist með jöfnum hraða, tikk, takk - stilltur og
ákveðinn. Var sem hann drifi sigurverk alheimsins, hefði ráð eilífðarinn-
ar í armi sér, svo taktfastar og ákveðnar voru sveiflur hans. Klukkuna
vantaði seytján mínútur í tvö.
Konan gekk inn í stofuna, staðnæmdist frammi fyrir klukkunni. Leit-
aði þangað löngum. Fékk þar vitneskju um rás tímans. Klukkan hald-
reipi í heimi óvissu og einmanaleika. Vissi að þessi klukka hafði sál.
Konan vafði að sér hekluðu herðasjali. Andkalt í stofukorninu. Gekk
fram í eldhúsið, settist við borð með upplituðum vaxdúk. Upprunalegur
litur hans sást á jöðrunum: hvítur flötur, rauðar og gular rósir.
Gegnt borðinu eldhúsbekkur. Á honum stóð lítið gastæki. Sendi blá-
leitan loga út í hráslagann. Konan gekk að bekknum. Vermdi hendurnar
yfir bláum loganum. Hafði kveikt á tækinu, til að gera biðina notalegri.
Rigningarhraglandi úti í svartri nóttinni. Dumpaði þungt á bárujárns-
klætt húsþakið. Minnti á fjarlægan trumbuslátt töfralækna.
Ganghljóð klukkunnar barst framan úr stofunni. Húsið lítið, gamalt og
gisið. Skóhljóð tímans nálægt. Þetta samspil, klukkunnar og regnsins,
myndaði notalega hljómkviðu er gaf konunni við logann einskonar fyrir-
heit um betra líf - nýtt líf.
Sytur vatnsins er féll úr þakrennunni, minnti á vorleysingarnar heima í
sveitinni forðum. Hvarvetna að fæðast nýtt líf, nýjar vonir, veröldin stig-
in ung út úr morgunþokunni sem ársólin leysti upp í silfraðan spuna um
rismál. Áhyggjuský kotbónda gufað upp í bláa heiðríkjuna. Hann hlegið
þreyttum hlátri, kysst gullhærða dóttur hrjúfum vörum með ósk um
gleðilegt sumar. Móðirin bakað pönnukökur og gefið heimilisfólkinu
súkkulaði. Þá yndislegt að vera til.
Systkinin fimm, fjórir drengir og hún, sem var elst. Foreldrarnir fátæk.
Kannski ekki fátækari en margir í þá daga, en börðust í bökkum, útmán-
uðumir oft þrúgandi. Þess vegna var vorkoman svo minnisstæð.