Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 49
MÚLAÞING
47
í haust hafði hún tekið það til bragðs að spaia kyndinguna. Já, hún
reyndi, hafði reynt, að halda í horfinu. Og þó fæstir skildu, þótti henni
líklega enn vænt um þennan barnslega óreglumann, sem oft á tíðum gat
verið skemmtilegur. Ætti fremur að segja hafði verið. Mundi satt að
segja ekki, hvenær þau hlógu síðast saman, glöddust, verið góð hvort
við annað. Hún orðin ráðþrota.
Stöðugt að hvessa. Regnið buldi á gluggarúðunum. Vottaði fyrir
krapakyrningi. Konan stóð á fætur, gekk um gólf, neri saman höndun-
um. Ekki bólaði á manninum. Ekkert sennilegra en hann hefði lent í
slagtogi með gömlu svallbræðrunum, þrátt fyrir loforðin. Það var sem
svona mönnum tækist alltaf að ná í áfengi. Og hefði útgerðarmaðurinn
látið hann hafa eitthvað, var voðinn vís. Hún raunar átt að vita það. Ekk-
ert að marka þó hann hefði verið edrú nokkrar vikur. Logn á undan
stormi. Annað ekki. Hún endemis asni. Svo var veðrið eins og það var.
Ætti að láta sér á sama standa. Hvað kom henni það við, hvar hann
þvældist, hvort hann króknaði í þessum frassa?
Hugsunin vék ekki. Sat í hugskotinu, óþægileg, áleitin, myrk, kvíð-
vænleg. Nei, hún yrði að vaka. Koma honum hljóðlega í rúmið. Gæta
þess að hann vekti ekki börnin. Staðnæmdist frammi fyrir speglinum og
horfði á mynd sína í glerinu. Andlitið litlaust og þreytulegt, vonlaust.
Enginn myndi trúa að hún væri liðlega þrítug. Flestir myndu álíta hana
tíu árum eldri. Hún andvarpaði. Leit niður eftir líkamanum. Hann form-
laus, heypokalegur, brjóstalaus, rúinn allri kvenlegri fegurð. Berir
fæturnir skreyttir fjólubláu æðaneti. Það minnti á köngurlóarvef.
Gamla klukkan sló eitt slag. Var hálffjögur. Konan leit inn til bam-
anna. Þau sváfu. Logaði á tíu lína olíulampa í herberginu. Það tók úr
sárasta kuldann. Hafði flutt þau saman. Það var notalegra. Hún brosti.
Breiddi betur yfir bera fætur, dró örlítið niður í lampanum. Hann mátti
ekki ósa.
Settist á ný við gastækið, horfði í gaupnir sér. Einum sárasta atburði
lífsins skaut upp í hugann.
Hún hafði fengið Gamm norður. Maður hennar sótt það fast, sagst
vera hestamaður. Bóndinn, sem maður hennar hafði verið kaupamaður
hjá, boðið þeim að sjá um hestinn. Allt gengið vel. Hún hjálpaði bónd-
anum nokkra daga á hverju sumri í heyskap. Hann sagði það duga fyrir
fóðri og umönnun hestsins. Svo skeði það.
Þeir voru í landi. Maðurinn vildi skreppa í útreiðatúr með vinum sín-
um, spurt hvort hún lánaði honum ekki gæðinginn. Lá vel á honum.