Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 50
48
MULAÞING
- Þú færð hann ekki, ef þú verður með áfengi, svarar hún.
- Það fá allir sér brjóstbirtu í útreiðatúrum.
- Mér kemur það ekki við. Þú þvælist ekki fullur á Gammi.
Hann lofar öllu fögru. Kemur ekki heim um kvöldið.
Næsta morgun ekur bóndinn í hlað. Flytur henni þau slæmu tíðindi að
Gammur væri fótbrotinn.
- Hvernig vildi það til?
Hann vissi það ekki. Klárinn staðið með öllum reiðtygjum neðan túns,
er bóndi reis úr rekkju.
- Hvað verður? spyr hún. Veit það raunar.
- Þetta virðist ekki slæmt brot, en . . .
- Ég veit.
- Dýralæknirinn kom að skoða hann.
Dálítil þögn, óræð. Síðan snöggt:
- Var hann drukkinn í gær?
Bóndi dró við sig svarið.
~ Þú þarft ekki að svara. Ég veit það.
Bóndinn ekur henni fram í dal. Hún veit að með því er hann að búa
hana undir það versta, er að gefa henni kost á að kveðja Gamm. Hann
þekkir hana að venju. Kemur þó sjaldnar en hana langar. Má ekki vera
að því og enn síður að hún skreppi á bak. Hefur tekið með sér rúgbrauð.
Gammur er hnípinn. Hvílir annan afturfótinn. Hún réttir brauðið að hon-
urn. Hann tekur það mjúklega úr hönd hennar. Bjarmi augnanna horfinn.
Finnur kalda návist dauðans. Horfir í hyldjúp augu hestsins. Þar speglast
liðnir dagar, grænir dagar í sólskini og sunnanþey, reistur makki, ljúf
viðbrögð vinar við atlotum, angan úr lyngi, heyrir létta hlátra, frís, söng,
kyrrð kvölda.
Gammur maular brauðið hægt. Kippir í kroppnum. Allur leiri stokk-
inn. Taglið flókið. Frán augun full þjáningar. Neistinn kulnaður. Leggur
að síðustu hendurnar um makkann, kyssir klárinn á ennið. Hraðar sér á
brott. Lágt hnegg berst til hennar í síðdeginu.
Grætur um nóttina sárt og lengi. Maðurinn lætur ekki sjá sig. Það
skiptir ekki máli. Gammur horfinn. Minningin ein eftir. . .
Utidyrunum hrundið upp. Stormurinn þeytti ganghurðinni frá stöfum.
Konan flýtti sér að slökkva á gastækinu, hljóp inn til bamanna og blés
yfir lampaglasið.
Maðurinn gekk inn. Hann var drukkinn og holdvotur. Blóð lagaði úr
annarri augabrúninni niður kinnina. Hárið í votum flóka.
Þau horfðust í augu stundarkorn. Hún kvíðin, hann flóttalegur í