Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 51
MÚLAÞING
49
vímunni, sagði ekkert. Aldrei verið eins óræstilegur, fannst konunni.
Hann slagaði til eldhúss. Skildi eftir blauta slóð á gólfinu. Lét fallast á
stól. Strauk andlitið með handarbakinu. Blóðið dreifðist um órakaða
hökuna. Blótaði.
Hún lokaði dyrunum, gekk til hans, lagði hönd á öxl hans, sagði ekk-
ert, reyndi að láta þögnina hafa róandi áhrif.
Hann leit upp.
- Hvað ert þú að gera á fótum?
Hún sagði sem var.
- Eftir mér!
- Er það eitthvað nýtt. Greiddirðu símareikninginn?
Hann hristi hönd hennar af sér. Horfði í gaupnir sér.
- Fékkstu fyrirframgreiðsluna?
Hann kinkaði kolli.
- Og notaðir hana fyrir áfengi. Fundist það nauðsynlegra?
Hann sagðist hafa hitt gamlan skólafélaga, mátt til að taka með honum
nokkur glös. Sagðist greiða reikninginn á morgun.
- Trúirðu þessari lygi?
- Þú ert ófélagslynd, skilur ekki vináttu. Eg legg það ekki í vana minn
að ljúga.
Hún hló lágt og háðslega.
Deilan harðnaði.
Hann sagði að hún hefði alltaf haldið sér niðri, ekki viljað skemmta sér
með honum né vinum hans, latt hann að fara í skólann, verið með úrtölur.
- Úrtölur. Við höfðum ekki efni á því, þú varst farinn að drekka of
mikið.
- Ertu að segja að ég hafi ekki séð fyrir heimilinu!
Hún sagðist ekki ætla þrátta um það. Væri búin að fá nóg. Ætlaði að
fara frá honum.
- Eru það þakkirnar?
- Þakkirnar! Fyrir hvað? Lygarnar, óregluna?
Hann reis upp, ótrúlega snöggur, þreif til hennar.
- Segirðu mig lygara?
Hún hörfaði frain á ganginn.
- Fyrir hverja hef ég þrælað mér út, nema þig og þína króga. Þú veist
víst ekki, að ég er búinn að eyðileggja á mér hrygginn. Og þá ætlarðu
bara að stinga af.
- Átt þú ekki börnin eins og ég? Ber þér ekki einnig skylda til að sjá
þeim farborða?