Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 52
50
MULAÞING
- Hvað veit ég um það. Maður hefur svo sem heyrt ýmsu fleygt.
Hún kvaðst ekki skilja hann.
Hann rak upp ógeðfelldan hlátur.
- Nei, ég átti von á því. Ætli þú vitir frekar, hver á suma krógana
þína?
Hvað var nú á seyði?
- Um hvað ertu að tala?
Rödd konunnar heyrðist varla.
- Um hvað ég er að tala! Ætti ég ekki frekar að spyrja, hvað þú hefur
alltaf verið að þvælast inn í sveit á sumrin.
- Þú veist ekkert hvað þú segir.
- Jú, ég veit ýmislegt nú. Þér var lrka hægt um hönd, þar sem ég,
asninn, var alltaf úti á sjó.
Konan beið átekta. Ætlaði hann með þessum dylgjum að koma henni
úr jafnvægi, hleypa henni upp, til að draga athyglina frá sjálfum sér.
Hvað vakti fyrir honum?
Hann æstist við þögnina.
- Svo talar þú um að fara frá mér. Ég segi bara, gerðu svo vel. Þú kné-
setur mig ekki. Ég skal sýna þér það. Ég get valið úr kvenfólki, var bara
sá asni að velja þig. Þú hefur lfklega ekki litið í spegil nýlega. Þar sérðu
enga fegurðardís.
Var þetta maðurinn sem endur fyrir löngu hafði hvíslað fegurstu von-
um í sál hennar?
- Vektu ekki börnin, sagði hún.
- Ég skal vekja ykkur öll!
Hann þreif til hennar, reif hálsmálið á blússunni niður úr. Hún hrasaði
og féll á hnén.
Nú kastaði tólfunum. Aldrei hafði hann lagt hendur á hana fyrr. Henni
tókst að komast á fætur. Hamslaus af bræði keyrði hún hnefana í andlit
hans, barði hann hvað í annað, öskraði, sparkaði.
Hann missti tökin. Hún hljóp grátandi út í myrkrið og regnið. Stað-
næmdist hlémegin undir veggnum, sem sneri frá götunni. heyrði brot-
hljóð innan úr húsinu. Henni var sama. Nú var þessu lokið, lokið fyrir
fullt og allt. Sölt tár hrundu niður vangana, blönduðust kaldri vætunni er
þó andlitið. Já, búið að eilífu. Kreppti og opnaði lófana á víxl, hristist af
ekka, beit á vör í orðvana bræði. Rifin blússan flaksaðist frá nöktum,
beinaberum öxlum, slöppum, margsognum brjóstum. Regnið lamdi bert
hörundið, draup niður bakið og kviðinn, niður mjaðmir og læri. Hún
vafði að sér rennvotri blússunni.