Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 53
MULAÞING
51
Hægt og hægt rénaði gráturinn. Hún vonaði að bömin svæfu. Þó að
þau vöknuðu, myndu þau byrgja sig niður, orðin ýmsu vön. Maðurinn
var þeim aldrei vondur, fullur, aldrei.
Hvað hafði hann verið að gefa í skyn? Höfðu einhverjir ómerkingar
logið hann fullan? Gróa á Leiti alltaf á ferð. Trúði tæpast að hann hefði
meint það sem hann sagði. Hún að vísu nokkrum sinnum á ári farið inn í
sveit með börnin, til að vinna fyrir umönnun Gamms. Heimsótt hann,
viljað að börnin kynntust þessum æskuvini hennar. Því lokið fyrir
nokkrum árum. Varla gat það verið tilefni ruddalegra ásakana. Annars
skiptu þær ekki máli nú. Þessu var lokið.
Henni orðið ískalt. Vissi ekki, hvort hún ætti að fara inn eða vekja ein-
hvers staðar upp. En hvar svo sem? Sjálfsagt óþarft að vera með vanga-
veltur. Maðurinn áreiðanlega sofnaður áfengisdauða. Lagði við hlustir.
Heyrði ekkert nema veðurgnýinn. Fetaði sig hægt inn.
Hann lá endilangur í eldhúsdyrunum. Það snörlaði í honum. Brotið
leirtau á eldhúsgólfinu. Annars þögn yfir húsinu. Bömin virtust sofa.
Þögnin eitthvað svo undarleg.
Konan nam staðar og hlustaði. Það vantaði eitthvað, en hvað? Leit í
kringum sig á ganginum. Klukkan! Klukkan var þögnuð! Þaut inn í stof-
una. Klukkan var ekki á veggnum. Hún lá mölbrotin á gólfinu.
Það brast eitthvað innra með konunni, var sem lífið sjálft ætlaði að
fjara út um þá bresti. Hallaði sér að veggnum. Horfði grátbólgnum aug-
um á einstaka hluta gömlu klukkunnar. Pendúllinn undir borði. Leggur-
inn vinkilboginn. Vísana sá hún hvergi. Aldrei framar myndi þessi
pendúll sveiflast reglubundið fram og til baka, mæla tímann. Aldrei
myndi gamla klukkan kalla fram notalegar bernskuminningar, aldrei.
Einmanakennd og öryggisleysi helltist yfir konuna. Hún var ein í þess-
um harða heimi, ein með börnin. Það var fylliraftinum, sem lá ofurölvi
frammi, að kenna.
„Verður kannski það eina, sem þú færð eftir okkur. Ekki er auðæfun-
um fyrir að fara“.
Var allt í einu komin með eldhúshnífinn í hendumar. Hann oddhvass
og beittur og hún kunni að beita honum.
,,Kemur að skuldadögum,“ hvíslaði hún milli samanbitinna tannanna.
,,Ég hef lagt allt í sölurnar fyrir þig, sjálfa mig og allt sem ég átti, allt sem
mér var helgast. Þú hefur traðkað á því öllu. Nú borgarðu með blóðinu“.
Hún hóf hnífinn á loft. Að framan barst hár, hreinn tónn. Hann steig
upp úr þögninni og spennunni - einn, stakur, hljómaði sterkar en
endranær, samt sami hljómurinn.