Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 55
BENEDIKT GÍSLASON FRÁ HOFTEIGI
Þorsteinn jökull
í Múlaþingi 2, 1967, í þættinum Frá höfuðbóli til hellisvistar, get ég
Þorsteins jökuls að nokkru. Þetta er frægur ættfaðir í Múlaþingi og víð-
ar, en alger hula á uppruna hans. Hann bjó á Brú á Jökuldal og munn-
mæli að hann hefði forðast svarta dauða með því að flytja bæ sinn í Arn-
ardal á Brúaröræfum og búa þar meðan pestin geisaði.
Það virðist þó koma í ljós að svo snemma er Þorsteinn ekki á dögum
og heldur ekki í pestinni 1494-96. En pest mikil og manndauði geisaði
1555 og hafi sagan við rök að styðjast, þá er það sú pest sem Þorsteinn
flýr. Þorsteinn var Magnússon “frá Skriðu” segja skýrleika ættarsagnir
og var það skilið Rauðuskriðu í Þingeyjarsýslu, en þar bjó Magnús Þor-
kelsson, prests Guðbjartssonar um 1500. Það er með öllu tilhæfulaust að
Þorsteinn hafi verið af því bergi brotinn og þarf ekki um að ræða. En
,,Skriða“ hét í Fljótsdal, áður en þar var sett klaustur, og um þá Skriðu
mun hér að ræða.
I áðurnefndri grein geri ég Þorstein son Magnúsar prests bróður séra
Einars í Vallanesi, Arnasonar. En Magnús sá var án efa dóttursonur Ein-
ars sýslumanns á Stórólfshvoli Ormssonar hirðstjóra, Loftssonar ríka.
Þetta hugsa ég að fari nærri réttu lagi. Þorsteinn bjó á Brú og talið að
hann ætti hana og afkomendur hans eigi þá jörð er heimildir um slíkt
koma til sögunnar. En 1551 á Bjarni sýslumaður Erlendsson þá jörð og
lætur Málfríði dóttur sína hafa hana til giftumála er ég hef víða sagt frá.
Þá kemur gátan um það hvemig Þorsteinn er búinn að eignast Brú 1555
og hefur hafið þar búskap. En sagan um pestina mun nú reyndar slúður
eitt, því að hinu er látið liggja í öðru sambandi að Þorsteinn hafi fengið
Brú, en ekki náð þar búsetu, heldur búið í heiði um stund, Arnardal og
Netseli við Anavatn í þrjú ár, áður en hann komst að Brú, og gat því
valdið ábúðarsamningur á Brú.
Eg gat þess í áðurnefndum þætti að Ragnhildarnafn elti ætt frá Þor-
steini, og nú vil ég segja frá eftirfarandi: