Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 56
54
MULAÞING
Erlendur sýslumaður Hákarla-Bjarnason bjó á Ketilsstöðum á Völlum.
Ekki getur annarra bama hans en Bjarna sýslumanns áðumefnds og
Margrétar er átti Pál sýslumann Grímsson frá Möðruvöllum, Pálssonar.
En nú kemur upp að átt hefur hann dóttur sem Ragnhildur hét. Hún
lendir í þann vanda, að hún er borin legorðssök af Hinriki Stefánssyni
1519. Um málið er þingað og skjal um það finnst í Fornbréfasafni það
ár. Hún hefur verið fædd stuttu fyrir 1500 og á sama aldri er Magnús
Arnason. Ragnhildar, eða þessa máls hennar, getur ekki síðan og mun
hún ekki hafa getað hreinsað sig af þessum ættarspjöllum og hefur geng-
ið út úr arfsrétti eftir foreldra sína. Hér mun nú komin móðir Þorsteins
jökuls og Þorsteinn mun hafa verið hjónabandsbam hennar, og þegar
hún er dáin á Þorsteinn og kannski systkin hans, arfsrétt úr búi móður-
föður síns, Erlendar Bjamasonar. Það kann að hafa orðið harðsótt mál,
en því hefur Bjami Erlendsson og Margrét átt að svara. Bjarni verður að
láta af hendi Brú og gjalda Málfríði aðra jörð í mála. Er þá komin full
skýring á Þorsteini jökli og að hann á Brú. Ragnhildarnafn heldur við
ættina fram á þennan dag. Þjóðsagan um Þorstein er á rökum reist, hvað
búsetu snertir, og aldur hans ákvarðaður réttur þar sem dóttur-dótturson-
ur hans, Guttormur á Brú, fæðist ekki fyrr en um 1600.
Hér þarf vart fleiri orð um að hafa. Erlendarnafn kemur fram í ætt Þor-
steins eins og skollinn úr sauðarleggnum snemma á 18. öld. Var hann afi
,,fríska“ Jóns á Vaðbrekku. Stórmennskuleg ættarsögn af Þorsteini
hefði ekki myndast án nokkurrar stórmennsku í lífi hans. Mun nú gátan
um Þorstein jökul ráðin. Séra Jón á Skorrastað hefur þá verið bróðir Þor-
steins jökuls. Hann dó 1582. Hann ætla ég föður Bjama silfursmiðs á
Berunesi á Berufjarðarströnd er átti Sigríði dóttur séra Einars skálds í
Eydölum, og við það mun séra Einar eiga með ljóðhendingu sinni: ,,af
einni góðri rót,“ þ.e. sömu rót að ætterni eins og Hallur Hallvarðsson
Einarssonar prests í Vallanesi, Amasonar. En fyrr mun Bjarni hafa átt
dóttur séra Magnúsar í Berufirði Eiríkssonar, er átti Berufjörð, og sonur
þeirra séra Jón í Bjamarnesi, sem átti Berufjörð.
Séra Sigurður á Kálfafellsstað mun einnig hafa verið barn Bjama og
fyrri konu, þó mun það hæpnara, en Sigurður var fyrst prestur að
Berufirði og dó 1682. Hér er að líta á þetta: Magnús Ámason er bróðir
séra Einars í Vallanesi sem var samtímamaður Bjarna sýslumanns Er-
lendssonar og vinskapur fylgdi nágrennd og auðsóttum samskiptum. Það
fæst ekki grein á faðemi þessara merku bræðra, Ámasona, en helst hefur
mér dottið í hug að þeir séu börn Árna prests á Valþjófsstað, Þorsteins-
sonar Árnasonar dalskeggs, og hafi Ámi átt að síðari konu, helst Krist-