Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 58
SIGURÐUR KRISTINSSON
Sitt er hvað gæfa eða gervileiki
A) í lífsins ólgusjó. Ingibjörg Þorleifsdóttir.
Svo bar til að Asi í Fellum á Héraði á útmánuðum 1831 að vinnukona
prestsins fæddi meybarn hinn 8. apríl. Telpan var skírð Guðbjörg, móð-
irin hét Ingibjörg Þorleifsdóttir en faðirinn var Guðbrandur Gunnarsson
snikkari, sem þar vann við smíðar. Skæðar tungur sögðu þó, að faðirinn
væri enginn annar en presturinn sjálfur, séra Pétur Jónsson. Orðrómur-
inn gekk svo langt, að prestur sá þann kost vænstan að sverja fyrir barn-
ið, hvað hann gerði 17. desember. Á þessu ári hafði hann brauða- og
jarðaskipti við prestinn á Eiðum, séra Þórð Gunnlaugsson. Undu þeir
svo hvor á sínum stað til æviloka, sem urðu hjá báðum áður en áratugn-
um lauk.
Um þetta leyti bjó Jón Sölvason einnig á Ási. Kona hans hét Katrín og
var systir Ingibjargar. Voru þær frá Stekk við Stóru-Breiðuvík í Reyðar-
firði. Faðir þeirra var frá Hellisfirði. Jón og Katrín bjuggu síðar á ýms-
um stöðum en urðu frumbyggjar í Jökuldalsheiði, er þau byggðu úr auðn
á Háreksstöðum sumarið 1841. Fluttust þau þangað frá Eiðum. Jón lést
þar árið 1864 en Katrín var þar til 1870 er hún fluttist ásamt dóttur sinni
suður á Berufjarðarströnd.
Ingibjörg Þorleifsdóttir flyst í Hálssókn 1832, gerðist vinnukona í
Papey en dóttir hennar er í fóstri í Hamarsseli til vors 1838. Önnur dóttir
hennar, Elín Katrín, fæddist 31. des. 1835. Faðirinn var á Djúpavogi,
Jón Eiríksson. Þennan vetur er Ingibjörg vinnukona á Veturhúsum,
næsta bæ við Hamarssel. Mæðgurnar, Guðbjörg og Ingibjörg, eru ekki
skráðar á sama heimili frá árinu 1832 fyrr en 1868 (sjá síðar). En Elín
Katrín var hjá móður sinni fyrstu 10 æviárin. Voru þær víða í Hálssókn:
á Hálsi, í Bjargarétt, Papey, Teigarhorni og Urðarteigi í Berufirði. Fram
til 1842 bjó á Urðarteigi Jón Guðmundsson. Segir nú kirkjubók, að
mæðgurnar hafi þetta ár flust “út í buskann” og að Jón sé “brotthlaup-