Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 62
60
MÚLAÞING
hjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Hún var þá búin að missa sjö af átta
hjónabandsbörnum sínum. Lúðvík sonur hennar var við sjómennsku á
Djúpavogi. En hún átti öruggt athvarf hjá Katinku dóttur sinni, sem bjó
á Eiríksstöðum til 1903 en fluttist að Víðinesi á Fossárdal og var þar til
1905. Þá fluttist fjölskyldan að Veturhúsum á Hamarsdal. Voru þau ný-
flutt þangað, þegar fregnin barst um lát Steinunnar. Guðbjörg lést 31.
október, fimm mánuðum síðar. Hún mundi til sín fyrst á næsta bæ,
Hamarsseli, sjötíu árum áður.
Barn dalsins var komið heim.
c) Sjaldan er ein báran stök. Katinka Grönvold
Katinka fæddist á Hamri í Hamarsfirði árið 1861 en ólst upp á Djúpa-
vogi hjá foreldrum sínum eins og áður hefir sagt verið. Hún varð um tví-
tugt vinnukona á Búlandsnesi en flutti þaðan að Brekku í Fljótsdal vorið
1882. Árið 1883 er hún skráð meðal hjúa hjá Jörgen Sigfússyni á
Skriðuklaustri, flyst með honum að Ási í Fellum árið 1884 en þaðan að
Víðivallagerði næsta vor. Við manntal 1887 er hún vinnukona á Víðilæk
í Skriðdal og í Geitdal er hún árin 1888 og 1889.
Meðan hún var á Víðilæk, var þar einnig vinnumaður Auðunn Hall-
dórsson frá Haugum í Skriðdal, f. 29. mars 1865. Foreldrar Auðuns voru
hjónin Halldór Einarsson og Björg Jónsdóttir alsystir Sigfúsar þess er
bjó á Grund í Víðidal í Lónsöræfum á síðustu tveimur áratugum 19. ald-
ar. Af systkinum Auðuns má nefna Halldór, sem lengi bjó í Haugum,
Ivar sem bjó á Djúpavogi og Guðrúnu, sem eitt sinn bjó á Stefánsstöðum
í Skriðdal.
Auðunn vandist öllu erfiði við vinnu og vos í fjallgöngum og þótti
snemma harðfylginn. Reyndist afbragðs fjármaður síðar á ævi. Þess er
getið að fjárkaupmenn trúðu honum allra manna best til að sjá um
rekstra, þegar fé var rekið til skips og slátrað í Englandi og fleiri lönd-
um. Það var kallað ,,að setja fé í enskinn“.
Meðan Auðunn og Katinka voru á Víðilæk, dró til þeirra kynna með
þeim er leiddu til hjúskapar síðar, bæði ung og bráðdugleg til vinnu og
ekki þarf að spyrja að hrifnæminu á því aldursskeiði. Við aðalmanntal
1890 eru þau á Borg í Skriðdal og þá er Guðmundur Grönvold elsti son-
ur þeirra fæddur. Þau hófu búskap sinn í Dalhúsum í Norðurdal Skrið-
dals vorið 1891. Þar reistu þau bæ í gamalli tótt vestan undir hlíðum Há-
baulu, sem er aðalfjallið milli Norðurdals og Suðurdals í Skriðdal fyrir
innan Þingmúla. Tún var þarna mjög lítið en nokkurt engi á 2-3 km leið