Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 65

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 65
MÚLAÞING 63 eitt af grasi í döpum og dældum. Skriðuvatn er uppistaða innan við Haugahólana. Fram undan Haugahólum streymir Haugakvísl fram með jöfnu rennsli árið um kring. Vatnið er einstaklega hreint og svalandi og hafa sumir vegfarendur drukkið af því sér til heilsubótar. Það má virðast undarlegt að Auðunn og Katinka undu aðeins eitt ár í Haugum. Vorið 1911 yfirgáfu þau Skriðdal að fullu og öllu og fluttust aftur í Víðines á Fossárdal. Guðmundur elsti sonur þeirra varð eftir um sinn í Haugum. Obyggðimar virðast hafa kallað jafnt á þá frændur, Auð- unn og Sigfús Jónsson móðurbróður hans, því hvor fyrir sig bjuggu þeir á þremur innstu jörðum til afdala. Auðunn og Katinka voru fáein ár í Víðinesi en lluttu árið 1914 eða 1915 að Krosshjáleigu á Berufjarðar- strönd. Var það nýtt í búskap þeirra að vera allt í einu komin í miðja sveit og að sjó. Býlið var eitt af mörgum, sem byggðust í landi jarðar- innar Kross. Stuðst var við sjávarfang samhliða búskap en allgott var að róa þaðan. Nú munu vera talin þar allgóð skilyrði til kúabúskapar. En á ofanverðri 19. öld varð þarna þröngt í högum og heldur óhægt um vik til sauðfjárræktar. Ekki undu þau Auðunn og Katinka mörg ár í Krosshjáleigu en fluttu að Árnastöðum í Breiðdal vorið 1918. Þar byggði Auðunn lítið íbúðar- hús úr auðn á gamalli hjáleigu frá Heydölum. Engjar voru þarna allgóð- ar á Árnastaðamýrum. Þau urðu einu ábúendur Árnastaða á 20. öld. Og enn fluttust þau búferlum og það svo um munaði. Vorið 1920 fluttu þau í Seldal í Norðfirði og voru þar í tvö ár. Þetta vor lést bóndinn í Seldal og virðast Auðunn og Katinka hafa farið þangað til að aðstoða ekkjuna. Bærinn er sá eini í dalnum og blasir við af Oddsskarðsvegi á leið upp frá Norðfjarðarsveit. Er þetta í fullu samræmi við staðsetningu flestra jarða, sem Auðunn og Katinka voru á. Og enn fluttust þau á jörð með svipaða aðstöðu. Þar hefur allt verið í eyði rúma fjóra áratugi og ekki vegarsam- band. Þau voru sem sagt eitt ár í Hellisfirði, sem taldist góð jörð til bú- skapar áður fyrri en undirlendi er lítið og brött fjöll báðum megin fjarðar og dals. Vorið 1923 fluttust þau aftur að Krosshjáleigu á Berufjarðar- strönd. Ekki höfðu þau verið þar nema sex vikur, þegar Auðunn lagði upp í hinstu för er hann lést þar úr lungnabólgu. Karólína dóttir þeirra og Aðalsteinn Pálsson maður hennar bjuggu þá í Krosshjáleigu. Vorið eftir fluttust þau að Svalbarði við Djúpavog og Katinka með þeim. Dvaldist hún þar til 1929 er hún fluttist til Guðrúnar dóttur sinnar á Stöðvarfirði. Var hún að mestu hjá henni til 1941 er hún fluttist aftur til Karólínu og þar lést hún ári síðar. Börn Auðuns og Katinku verða hér talin. Guðmundur Grönvold fædd-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.