Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 66
64
MÚLAÞING
ist á Borg í Skriðdal árið 1890. Hann lést úr lungnabólgu rúmlega þrí-
tugur. Hin börnin fæddust öll á Eiríksstöðum. Karólína áðurnefnd, f. 24.
júlí 1893, bjó á Djúpavogi og lést árið 1978. Guðrún, f. 11. nóvember
1897, bjó fyrst í Fossgerði á Berufjarðarströnd en á Stöðvarfirði frá
1923-1951 er hún lést. Tveir synir þeirra drukknuðu uppkomnir: Friðrik,
f. 1900, d. 30. mars 1917 og Haraldur, f. 6. janúar 1902, fórst með fjór-
um ungum mönnum 19. september 1924. Einnig létust tvö ung böm
Karólínu, meðan þau voru í Krosshjáleigu. Áratugurinn frá 1916 var því
sorgartími í lífi Katinku, því maður hennar, allir synirnir og tvö dóttur-
börn létust. Þrátt fyrir þetta hélt hún glaðlyndi sínu og rösklegu viðmóti,
að því er virtist til elliára.
Auðunn virðist hafa búið yfir eðli landnemans og þurft að kanna ný
lönd. Hann byggði upp á afdalabæjum, setti ekki fyrir sig erfiði, harð-
duglegur til verka og vanur húsbyggingum, eftirsóttur í vinnu, einkum
við heyskap og byggingar, hjálpaði nágrönnum sínum margan daginn,
hvar sem hann bjó, vann meðan bjart var til að ljúka verki og fór ekki
endilega eftir klukku. Honum er lýst svo að hann hafi verið garpur mik-
ill og minnt á kappa fomaldar. En hann bjó jafnan við fátækt og ekki
bættu tíð bústaðaskipti efnahaginn. Óþægilegt hefur þetta líf verið fyrir
Katinku. En hún var ekki síður harðdugleg og hvergi sést annað en að
hún hafi staðið algerlega við hlið hans í þessu sérkennilega lífsstríði. Má
þó vera, að hún hafi stundum yfirgefið bæina döpur í huga, rétt þegar
þau voru búin að koma sér fyrir. Til er sveitarbragur úr Breiðdal frá
árum þeirra á Ámastöðum. Höfundurinn hét Björn Björnsson og þótti
takast vel að lýsa þeim hjónum:
Auðunn slakar aldrei á
oft þó blakið herði.
Tveggja maki maður sá
margt átakið gerði.
Á Ámastöðum bæ til bjó
bóndans höndin sterka.
Að sér þangað efni dró
ennþá knár til verka.
Katinka með sóma sið
sér ei hlífir mikið.
Örugg stendur hans við hlið
og heldur sama strikið.