Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 71
MÚLAÞING
69
blaðinu Hæni, sem gefið var út á Seyðisfirði um þessar mundir, frá þess-
um dögum.
Upp úr 25. febrúar 1924 sigldi vélskipið Rán frá Hánefsstöðum í
Seyðisfirði til handfæraveiða við Suðausturland. Áhöfn skipsins var 15
manns flestir Seyðfirðingar og Mjófirðingar. Skipstjóri var Árni Vil-
hjálmsson og vélstjóri Hermann Vilhjálmsson. Guðlaugur man ekki
nöfn allra skipsfélaga sinna, en nokkur nöfn getur hann þó um hér á eft-
ir. Guðlaugur telur Rán einn besta mótorbát þeirra tíma á íslandi, og
ganghraða hennar meiri en annarra báta á þeirri tíð. Hann taldi vélbátinn
Gissur hvíta frá ísafirði kannske hafa nálgast ganghraða Ránar.
Fyrst var haldið suður með Austurlandi til Djúpavogs. Þar var lagst að
bryggju um kvöldið líklega vegna veðurs eða til þess að taka skipverja
þaðan um borð í Rán. Um morguninn er haldið frá Djúpavogi og á fiski-
miðin út af Hvítingum, en svo heita grynningar alldjúpt út af Eystra-
homi og brýtur þar mjög í sjávargangi.
Um leið og þar var rennt var strax vitlaus fiskur og þeir bókstaflega
mokuðu inn fiskinum eins og Guðlaugur komst að orði. Þegar líða fór á
daginn þyngdi sjó og vindinn herti. Þá kom að því að Fáskrúðsfjarðar-
bátar, sem voru í nánd á línuveiðum, fóru að halda heimleiðis og komust
allir heim nema einn, Geysir frá Fáskrúðsfirði, en hann sökk undan
Streitishorni daginn eftir. Annar bátur frá Fáskrúðsfirði, Garðar, renndi
upp að síðunni á sökkvandi bátnum og allir skipverjar stukku af lunning-
unni yfir í Garðar um leið og Geysir hvarf í djúpið, eins og Guðlaugur
segir. Vélbáturinn Geysir var eign Stefáns Jakobssonar kaupmanns og
útgerðarmanns á Seyðisfirði.
Það er af Rán að segja að undir kvöld þessa dags, fimmtudagsins 28.
febrúar, þá varð ekki lengur fært að vera undir færum, en Guðlaug
minnir að handfæraaflinn eftir veiðar dagsins hafi verið 15-20 skippund.
Þeir hættu því veiðum og sigldu í átt til lands til þess að komast í var, en
veðrið var orðið mjög illt og fór versnandi.
Þeir komu á Hvalsneskrók um klukkan sex um kvöldið og köstuðu
öðru af tveim akkerum skipsins. Guðlaugur telur að e.t.v. hafi þeir ekki
sökum ókunnugleika lagst nógu grunnt inn á víkina til þess að fá besta
hugsanlegt var. Þegar líða tók á kvöldið fór að leiða stórsjó inn á voginn
og veðrið var orðið algjört fárviðri, brjálað veður alveg, eins og Guð-
laugur orðar það. Frostharkan var mikil -15 stig eða jafnvel meir.
Um miðnætti fór svo skipið að reka og var hituð vél og höfð í gangi
alla nóttina til þess að létta á akkerinu. Á föstudagsmorgun, á hlaupárs-
daginn, var reynt að létta festum, en akkerisvindan var frosin föst og því