Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 73
MÚLAÞING
71
ránni til lands. Stefán var Seyðfirðingur, sonur Hermanns Þorsteinsson-
ar, kaupmanns og útgerðarmanns þar. Stefán fórst með togaranum Gull-
fossi frá Reykjavík á styrjaldarárunum.
Það sóttist furðu fljótt að skipverjar kæmust á land án þess að blotna
mjög mikið. Þessi björgun hefur staðið á annan klukkutíma, og þá voru
þeir tveir eftir um borð, skipstjórinn og vélstjórinn, bræðurnir Arni og
Hermann Vilhjálmssynir.
Skipstjóri skyldi fara síðastur en Hermann fór á síðustu stundu til þess
að sækja eftirlitsbók skipsins. Hann fór því síðastur frá skipinu. Þegar
hann var kominn upp á rána fór skipið allt í einu yfir á hina hliðina
(stjómborðshlið) og bóman slengdist út yfir ósinn. Hermann hvarf sjón-
um félaga sinna og þeir töldu víst að hann hefði kastast út í ósinn og
farist. En þá veltist skipið aftur og sást Hermann þá á þilfarinu. Um leið
og bóman slengdist yfir skipið að landi þá þaut Hermann eldsnöggt upp
á rána og þeyttist í land og segist Guðlaugur halda að bóman hafi lyft
undir hann þegar hann kastaði sér af henni. Eftir þetta veltist skipið í sí-
fellu þama við klettana og eftir nokkra stund var Rán horfin í djúpið.
Þetta góða skip, sem fjórum árum áður var ætlað að koma fyrir í hafinu
undir Jökli vestur, lá nú sokkið við suðausturströnd Islands út af Hvann-
eyjarklettum við Homafjarðarós.
Allir skipverjar fimmtán að tölu höfðu bjargast naumlega og stóðu um
stund í þéttum hóp á klettaströndinni. Guðlaugur segir að fárviðrið hafi
verið með ólíkindum og mennirnir hafi af þeim sökum fremur skriðið en
gengið að vitanum á Hvanney. Þeir brutu hann upp og gátu naumlega
þrengt sér þar inn. Þama var ill vist, en engu að síður bjargaði vitinn lífi
þeirra. Frá vitanum komu þeir auga á einhverjar veifur eða merki sem
gáfu til kynna að fólkið á Höfn í Homafirði vissi af þeim við ósinn.
Einnig sáu þeir úr vitanum hús á fjörunum innan við Hvanney. Þeir
sendu því nokkra menn til þess að kanna hvemig aðstæður væru þar.
Alllangur tími leið þar til þeir komu til baka og sögðu þær fréttir að
þetta væri rúmgóður járnskúr. Þessi skúr hefur væntanlega verið í eigu
Suðursveitarmanna. Þar sögðu þeir að væri nýlega drepin hnísa, gadd-
freðin, en allir voru mennirnir banhungraðir þar sem frostharka og veð-
urofsi hafði síðasta sólarhringinn komið í veg fyrir að hægt væri að mat-
ast um borð í Rán.
í vitanum fundu þeir eldspýtur og olíu og tóku það með sér í skúrinn á
fjörunum. Guðlaugur segir að gangan þangað hafi verið mjög erfið fyrir
alla skipverjana sökum brjálaðs veðurs. Hverjum þeim er hefði getað
orðið sjónarvottur að för þessara hrakningsmanna eftir gaddfreðinni