Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 74

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 74
72 MULAÞING ströndinni hefði vart gleymst sú sjón. En mennimir voru hraustir og stóðust allir þessa raun. Þeir söfnuðu spreki og spýtum og gátu kveikt eld á gólfinu í skúrnum. Þeir skáru hnísuna í stykki og steiktu sér bita á viðarteinum yfir eldinum eða suðu í vatnsfötu og gátu nokkuð satt hungrið. Eldurinn yljaði svolítið í skúrnum, en “reykurinn ætlaði alveg að drepa okkur,” segir Guðlaugur. Þegar hér var komið sögu var liðið á daginn. Undir kvöldið tókst stór- um árabát frá Mikley í Homafirði eftir nokkrar tilraunir að brjótast yfir fjörðinn til þeirra. Bátur þessi var mannaður átta vélbátaformönnum. Þeir höfðu með sér vatn, ýmiss konar mat og góðgæti, svo og “prímusa” til upphitunar. Þeim tókst einnig með miklum vaskleik að brjótast aftur yfir til Mikleyjar og tóku með sér sex af fimmtán skipbrotsmönnum. Þeir níu sem eftir voru, urðu að “gista” í skúmum næstu nótt, en allir komust þeir til Hafnar daginn eftir. Á Höfn voru þeim veittar ágætar móttökur og mönnum dreift á heimili og í verbúðir. Guðlaugur segist hafa dvalið ásamt Áma skipstjóra hjá Jóni ívarssyni kaupfélagsstjóra. Skipbrotsmenn gátu engu bjargað úr Rán. Það eina sem þeir höfðu voru fötin sem þeir björguðust í. Eftirlitsbók skipsins tókst þó að bjarga sem fyrr segir, en hún var löggilt 22. febrúar 1924 og því einungis nokk- urra daga gömul þegar skipið fórst. Hún ber með sér að hafa blotnað og laskast nokkuð í þessum hamförum. Bókin er í vörslu þess er þetta ritar. Skipverjar fengu að taka út fatnað og annað er þeir nauðsynlega þörfn- uðust úr verslun Þórhalls Daníelssonar og kaupfélaginu fyrir reikning út- gerðar skipsins. Guðlaug minnir að skipbrotsmenn hafi dvalist í góðu yf- irlæti á Höfn í u.þ.b. vikutíma, en þá flutti vélbáturinn Drífa frá Norð- firði þá austur á firði. Eins og fyrr segir man hann ekki lengur nöfn allra skipverja á Rán í þessari síðustu siglingu hennar. Hann minnist bæði Mjófirðinga og Seyðfirðinga. Auk þeirra Seyðfirðinga sem hér á undan vom nefndir, man Guðlaugur eftir nokkrum Mjófirðingum, svo sem Eð- vald Jónssyni öðrum vélstjóra frá Skógum í Mjóafirði og Vigfúsi Jóns- syni er síðar var lengi sjómaður og vélstjóri á bát er Ámi Vilhjálmsson skipstjóri átti síðar. Sá bátur hét Magnús NS-210. Einnig man Guðlaug- ur eftir Mjófirðingi sem hann nefndi Ólaf frá Firði, og mun það hafa verið Ólafur Jón Ólason, Mjófirðingur, bróðursonur Sveins í Firði. Annars má taka fram til marks um það ofsaveður er var þegar Rán fórst, að vélskipið Óðinn frá Seyðisfirði, eign Stefáns Th. Jónssonar kaupmanns og útgerðarmanns var á fiskveiðum úti fyrir Austfjörðum og lét það skip undan síga í stórviðrinu og var komið langleiðina til Fær-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.