Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 76
74
MULAÞING
urðu er útgerð Vilhjálms Ámasonar á Hánefsstöðum varð gjaldþrota að
loknum glæsilegum ferli allt frá því fyrir síðustu aldamót. Ég man að ég
táraðist er ég í síðasta sinni horfði á eftir bát frá þessari útgerð.
Eins og frásögn þessi ber með sér, þá reyndist Homafjarðarós Hánefs-
staðaútgerðinni þungur í skauti, en hins ber einnig að minnast og þakka
að ekki fómst menn í þeirri glímu. Alltof margir aðrir hafa goldið viður-
eignina við ósinn með lífi sínu.
Síðar eignuðust Hánefsstaðabræður aðra báta og hófu útgerð en það er
önnur saga.
Auðvitað hafa þessi óhöpp verið föður mínum Árna Vilhjálmssyni
þungbær, þótt ég hafi engan heyrt álasa honum í því sambandi. Hann
ræddi yflrleitt fátt um þessa atburði. Það rifjar upp stutt símskeyti er Vil-
hjálmur afi minn fékk frá Homafirði vegna þessa atburðar, en mig minn-
ir það hljóða eitthvað á þessa leið:
“Rán fórst í Homafjarðarós á laugardagsmorgun - mannbjörg. Árni.”
Settur sýslumaður í þingaferð 1945
Árið 1945 var ég settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu um stundar-
sakir vegna veikinda sýslumannsins, Hjálmars Vilhjálmssonar.
Gústav A. Jónsson, skrifstofustjóri (ráðuneytisstjóri) í dómsmálaráðu-
neytinu gaf út embættisbréf mitt, og ef ég man rétt var verkefni mitt
samkvæmt því að halda manntalsþing í sýslunni þetta ár eins og lög
gerðu ráð fyrir, en manntalsþing var haldið einu sinni á ári í hverjum
hreppi sýslunnar.
Á þessum tíma voru manntalsþing boðuð með þeim hætti að sýslu-
maður gaf út þingboð, sem borið var bæ frá bæ (boðburður) rétta boð-
leið um hvern hrepp hæfilegum tíma áður en þing skyldi halda.
Manntalsþingin skyldi halda á réttum þingstað í hverri þinghá og
munu þingstaðir í hverjum hreppi venjulega hafa verið þeir sömu frá
fornu fari, en á því hafa þó orðið breytingar á einstökum stöðum. Á síð-
ari tímum hafa hreppar oftast verið þingsókn eða þinghár fyrir sig.
Sýslumaður stjórnaði þinghaldinu og tók fyrir mál er lög sögðu um
fyrir.
Birt var með upplestri sýslumanns verðlagsskrá, sem fjármálaráðu-
neyti gaf út. Verðlagsskrá þessi sýndi verðlag og breytingar á verðlagi
frá ári til árs og eftir þeim voru t.d. afgjöld af þjóðjörðum (ríkisjörðum)
reiknuð. Verðlagsskrá var samin af yfirskattanefnd í hverju verðlags-