Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 78
76
MÚLAÞING
Barnaskólahúsið á Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfjarðarhreppi,
ein kennslustofa, forstofa og geymslukompa. Notað sem
fundahús.
Að frátöldum þingaferðum mínum á þessu sumri (1945) þá dvaldi ég
hjá foreldrum mínum að Bjólfsgötu 6 á Seyðisfirði og las lögfræði ásamt
vini mínum og skólafélaga Snorra Amasyni frá Vopnafirði. Snoni var
vel gerður maður til sálar og líkama, fríður sýnum og afburða námsmað-
ur, enda lauk hann lögfræðinámi á mjög stuttum tíma. Hann var trygg-
lyndur maður og vinfastur. Snorri var lengst af fulltrúi sýslumanns Ár-
nessýslu á Selfossi og lést þar fyrir aldur fram árið 1972.
Einnig dvaldi unnusta mín Sigríður Ingimarsdóttir á heimili mínu á
Seyðisfirði um sumarið. Veðurblíða var mikil á Austfjörðum og ég
minnist þessa sumars sem einstaklega viðburðarríks og skemmtilegs.
Fyrsta manntalsþingið er ég hélt var haldið í Seyðisfjarðarhreppi laug-
ardaginn 30. júní kl. 5 e.h. Það var háð að þingstað hreppsins að Eyrum,
en þinghúsið var barnaskólahúsið þar sem ég átti mín fyrstu spor í skóla
árið 1926. Það skólahús þótti okkur ágætt á sínum tíma, steinhús, líklega
gert eftir sömu teikr-ingu og ýmis skólahús í sveitum landsins. Skóla-
stofan var þiljuð með panel og með stórum gluggum móti suðri. Stofam
var u.þ.b. 30 m2 að stærð og nemendur, eldri sem yngri, voru í kennslu-
stundum allir í senn. Minn fyrsti kennari var Ámi Friðriksson ágætur
maður, sunnlenskur, og var hann vélbátaformaður á sumrum þegar skól-
inn starfaði ekki. Nemendafjöldi var, hygg ég, fimmtán til tuttugu böm.
Tekin voru fyrir hin hefðbundnu mál í manntalsþingsrétti og var bók-
að eftirfarandi:
Ár 1945, laugardaginn 30. júní kl. 5:00 e.h. var manntalsþingréttur
Norður-Múlasýslu settur fyrir Seyðisfjarðarhrepp að þingstað hreppsins
að Eyrum og haldinn af Vilhjálmi Árnasyni, stud. jur. samkv. heimild