Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 79
MÚLAÞING
77
dómsmálaráðuneytis sbr. skeyti ráðuneytisins dags. 16.6. 1945, ásamt
undirrituðum þingvottum.
Var þá tekið fyrir:
1 .Birt verðlagsskrá, sem gildir fyrir Norður-Múlasýslu og Seyðisfjarð-
arkaupstað frá 16. maí 1945 til jafnlengdar 1946.
2. Þinglesin 4 skjöl samkvæmt skrá.
3. Aflýst 2 skjölum samkvæmt skrá.
4. Spurt um hvort nokkur dvelji í ólöglegri lausamennsku í hreppnum
og var því svarað neitandi.
5. Spurt um hvort framkvæmdar hafi verið skoðanir á búpeningi og
fóðurbirgðum búpenings í hreppnum á síðastliðnum vetri og var því
svarað játandi.
6. Friðlýst lögnum, látrum og varplöndum í þinghánni.
7. Þar næst var manntalið tekið.
Þingvottar: Upplesið. Manntalsþingsrétti slitið.
Sig. Vilhjálmsson Vilhj. Ámason
Þórarinn Sigurðsson Emil Guðjónsson
Ásgeir Guðmundsson
Þing þetta sóttu aðallega frændur mínir og vinir þ.á m. þingvottarnir,
sem þá skyldu vera 4 að tölu skv. venju. Undi ég allvel við þessi fyrstu
embættisverk mín.
Annað manntalsþingið, sem ég stýrði, var fyrir Borgarfjarðarhrepp og
var haldið á þingstað hreppsins (í barnaskólahúsinu) þann 4. júlí kl. 3
e.h.
Frá Seyðisfirði til Borgarfjarðar hélt ég með skipi, Hrímfaxa frá Hafn-
arfirði, en skip þetta mun hafa verið í flutningum eða strandferðum.
Hrímfaxi hafði upphaflega verið frá Spáni eða Portúgal. Á styrjaldarár-
unum var skipið statt hér við Reykjavík og rak upp í Rauðarárvíkina en
var bjargað þaðan og komst í eigu íslendinga. Það var í fiskflutningum
milli Bretlands og Islands en var leigt Ríkisskip vegna þess að strand-
ferðaskipið Súðin varð fyrir heiftarlegri árás Þjóðverja árið 1943 og var
lengi úr leik. Skipstjóri á Hrímfaxa var Kristján Kristjánsson, frá Meðal-
dal í Dýrafirði, myndarlegur maður og reyndur sjómaður. Hann var áður
m.a. á togaranum Belgaum. Mér er þessi stutta ferð til Borgarfjarðar
minnisstæð í sumamóttinni, en margar dýrlegar sumarnætur man ég út
af Austfjörðum þar sem ég var fiskimaður á annan tug ára. Á Borgarfirði