Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 82
80
MÚLAÞING
A Kirkjubœ var þingið haldið í tvílyftu timburhúsi
járnklœddu, allstóru húsi sem rúmaði íbúð prests-
ins auk sveitarfunda. Uppi voru 5 herbergi og auk
þess ,,salur“ um húsið þvert. Þar var funda- og
samkomustaður sveitarinnar. Húsið var byggt 1898
og brennt um 1974.
dóttir komið til að hitta sýslumanninn. Hún gisti einnig í Geitagerði, en
það skal fram tekið að hún svaf þó í öðru herbergi. Sigríður kannaðist
við þessa sveit og marga hreppsbúa vegna þess að móðir hennar hafði
verið aðstoðarstúlka hjá læknishjónunum á Brekku, þeim Ólafi Lárus-
syni og Sylvíu Guðmundsdóttur, konu hans. En móðir Sigríðar, Sólveig
tengdamóðir mín, var systir Sylvíu læknisfrúar. Þær voru dætur Guð-
mundar ísleifssonar á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka.
Vigfús Þormar og hans fólk tók okkur ákaflega vel, af höfðingsskap
og gestrisni.
Á þingdaginn var haldið að Valþjófsstað. Vorum við á hestum. Hrepp-
stjórinn var vel klæddur og með hreppstjórahúfu, en hreppstjórar þeirra
tíma áttu að ég hygg samkvæmt reglugerð frá dómsmálaráðuneytinu að
bera einkennisklæðnað, þó ég viti ekki nákvæmlega hvemig það var
venjulega í framkvæmd. Líklega hefur sýslumaður ætlað að vera í farar-
broddi ásamt hreppstjóra, en af einhverjum ástæðum kom unnusta sýslu-
manns því svo fyrir að hann fékk hest sem var svo stilltur og gæfur að
hann var dæmdur til að vera síðastur í lestinni. Ekki var sýslumanni mis-
boðið, þótt hér kæmi greinileg vísbending um það að hann kynni
kannske ekki að stjóma gæðingum, að mati unnustunnar, eða hvort það
hefur verið fyrirhyggja fyrir velferð hans og til þess að koma í veg fyrir
hugsanlegt óhapp ef hann skyldi detta af baki. En ferð þessi var hin
skemmtilegasta í yndislegu veðri og óvenjuleg, því á var sólmyrkvi,