Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 88
86
MÚLAÞING
Á Vopnafirði var þingað í samkomuhúsi Vopnfirðinga, Miklagarði við Kolbeins-
götu gegnt kirkjunni. Það var myndarlegt timburhús frá því skömmu fyrir alda-
mót, rifið þegar félagsheimili var byggt.
staðar og horfði fast á skáldið og sagði: “Þú, Gunnar, mátt annars eiga
Súglendur, því ég á nóg af andskotans fjöllum.”
Á Vopnafirði var þingað 13. júlí. Þar hitti ég nokkra menn, sem ég
þekkti. Höfðu þeir margir verið sjómenn á Seyðisfirði samtíða mér.
Halldór Ásgrímsson, síðar alþingismaður, var þá kaupfélagsstjóri á
Vopnafirði, og ég minnist þess hve höfðinglega þau hjónin, hann og
Anna Guðný Guðmundsdóttir, tóku á móti okkur. Ég hygg að við höfum
gist hjá þeim í tvær nætur.
Ég hafði oft áður komið til Vopnafjarðar, m.a. þegar ég stundaði veið-
ar á vélbátum þar í nánd, einkum á stríðsárunum. Eitt sinn minnist ég
þess á siglingu á Vopnafirði að við þurftum að flýja upp að klettum við
Fagradal í Vopnafirði undan þýskri Focke Wulf Condor flugvél er var á
sveimi yfir firðinum. En þessar flugvélar réðust oft á báta, skip og
mannvirki á Austfjörðum.
Eitt aukaverk sem yfirvald þurfti ég að vinna þarna. Ég var beðinn að
koma að Hámundarstöðum og hitta Sveinbjörn bónda Sveinsson og
skrifa og votta erfðaskrá er hann vildi gera. Hann var fárveikur í rúmi
sínu, en allt gekk þetta eins og til var ætlast. En það var ekki áreynslu-
laust fyrir mig og mjög eftirminnilegt vægast sagt.
Laugardaginn 14. eða sunnudaginn 15. júlí var haldið til Bakkafjarðar.
Pálamir og ég fórum á bíl, held ég, að býli er heitir Hvammsgerði og er