Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 91
MÚLAÞING
89
um mannkostum og ég átti því láni að fagna að kynnast mörgum þessara
frænda síðar. Hlýt ég að minnast í því sambandi góðrar vináttu Guð-
mundar Asmundssonar lögmanns, svo og frænda þeirra, Magnúsar Guð-
mundssonar, verslunarmanns frá Hvítárbakka í Borgarfirði, en sonur
Magnúsar, Jakob, er menningarráðunautur sendiráðs íslands í London.
Nokkum ugg bar ég í brjósti vegna næstu dagleiðar, en ég taldi að við
ættum að sundríða Lagarfljót á leið okkar að Hvanná á Jökuldal. Vaðið
sem við fórum var að ég held ekki langt frá Breiðavaði. Páll Hermanns-
son réði þar ferðinni. Hann reið sínum hesti við hlið mér. Fljótið tók
hestunum í miðjar síður og þurftu þeir ekki að leggjast til sunds. Eg held
að ég hafi ekki orðið mjög hræddur og finnst eftir á að hyggja, að ég
hafi staðið mig nokkuð vel.
Ég minnist þess óljóst að við höfum komið við á Rangá hjá Birni
bónda Hallssyni. Bjöm á Rangá (f. 1875) var stórmerkur maður. Hann
var gagnfræðingur frá Akureyri. Ég kynntist honum sem prófdómara
þegar ég var á Eiðaskóla. Ég gleymi ekki frjálslyndi hans og velvild
þegar hann gaf mér reyktóbak í tóbaksleysi í skólanum. I tóbakshallæri
reyktum við stundum svokallað baðtóbak, sem mun hafa verið einhvers-
konar óhreinsað tóbaksefni, baneitrað held ég, notað við sauðfjárböðun
til þess að drepa á fénu lúsina og aðra óværu. Jafnvel baðtóbakið var til
þurrðar gengið og hefur Bjöm því vorkennt okkur. Tóbaksneysla var
ekki almennt talin heilsuspillandi í þá daga, og ég minnist neftóbaks-
notkunar til þess að skerpa dapra sjón hjá fólki, og var það að læknisráði
eftir því sem sagt var.
Þá lá leið okkar Sigurðar að Skógargerði í Fellum til þess að hitta
Gísla Helgason, bónda þar, en hann slóst í för með okkur eins og fyrir-
fram var ákveðið til þess að ná fundi Jóns bónda á Hvanná. Ég man ó-
glöggt eftir Gísla í Skógargerði, en mér er sagt að hann hafi verið mynd-
arlegur maður og greindur og vandur að virðingu sinni. Hann var mikill
félagsmálamaður. Raunar veit ég til þess að margt af hans frændfólki er
mannkostafólk. Einn bróður Gísla þekkti ég. Það var Þórhallur á Orms-
stöðum í Eiðaþinghá, kennari minn í Eiðaskóla. Hann var geðþekkur og
elskulegur maður, skynsamur og vel vinnandi. Tal þeirra Sigurðar og
Gísla snerist mjög um stofnun sparisjóðs fyrir Austurland, en erindi
þeirra til Jóns á Hvanná var til þess að ræða það mál.
Þegar við komum á Jökuldalinn var mjög mikill sumarhiti og sólskin.
Merkilegt þótti mér er við riðum þar fram á langa lest hesta á leið inn
dalinn og hver hestur bar eða hálfdró tvo símastaura þannig, ef ég man