Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 100
SKÚLI GUÐMUNDSSON:
Við vatnið
1992 lét Jökuldalshreppur hefja endurbyggingu
SÆNAUTASELS, eins elsta torfbæjar í Jökuldalsheiði,
og í tilefni þess tók ég saman þetta greinarkorn.
Inngangur
Á öndverðri nítjándu öld var víða um land orðið erfitt að fá jarðará-
búð, og lýsti það sér meðal annars í því að fólk lagði land undir fót í
fjarlæg héruð í von um jarðnæði og staðfestu sem ekki virðist hafa legið
á lausu í þeirra heimahéruðum, þrátt fyrir mannfækkun af hallærum, og
var skemmst að minnast svokallaðra móðuharðinda, þ.e. eldmóðunnar
sem stafaði af Skaftáreldunum 1783. Ef skoðuð eru manntöl frá vestur-
hluta Skaftafellssýslna frá þeim tíma, er það eftirtektarvert hve margir
deyja árið 1784, og ætla mætti að þá hafi rýmkast í sveitum þar og orðið
þá um skeið möguleiki fyrir fólk að fá staðfestu er tímar liðu og eldmóð-
unni létti og jörð tók að gróa á ný.
En fljótlega virðist sem fyllst hafi í skörðin, og er líða tók á öldina er
sem ástandið hafi versnað jafnt og þétt, flestar jarðir hafi þá verið of-
setnar miðað við ræktun og aðra afkomumöguleika, og möguleiki ungra
hjóna til jarðnæðis hafi þá í raun verið harla lítill, nema þá í sambýli á
ofsetinni jörð.
Það mun ei vera ofhermt að einn helsti og vissasti bjargræðisvegur
þjóðarinnar um aldir hafi verið sauðfjárrækt, þó að ýmis annar búpen-
ingur væri einnig til stuðnings mannlífi í sveitum landsins, svo sem
nautpeningur ýmiskonar, aðallega mjólkurkýr, og einnig má nefna svín,
en ófá eru ömefni sem benda til svínabúskapar, s.s. Svínadalur, Svína-
vatn o.s. frv. Kúahald mun þó víða hafa verið í minna lagi, einkum þó
hjá einyrkjum, og til að bæta það upp mætti nefna að geitur voru víða til
búdrýginda um langan aldur, og fram á þessa öld vora og tíðkaðar frá-